ORIVET DNA testIce Tindra ræktun Við hjá Ice Tindra ræktun tókum stórt skref í okkar ræktun í fyrra (árið 2023) með því að láta testa alla ræktunarhundana okkar fyrir DM – Degenerative Myelopathy ásamt 12 öðrum sjúkdómum og 12 erfðar hlutum.
Erum við fyrstu schafer ræktendur á Íslandi til að gera það og erum rosalega stolt af því. Okkur er mjög umhugsað um heilsu schaferstofnsins okkar hér á landi. Viljum gera okkar allra besta og um leið sýna og vera ábyrgir ræktendur.
Lang flestir ábyrgir ræktendur út í heimi láta testa sína ræktunarhunda fyrir DM og fleiru.
DM-Degenerative Myelopathy er taugahrörnunarsjúkdómur sem er í mörgum tegundum hunda, það er ekki krafa fyrir neina tegund á Íslandi að láta testa fyrir DM fyrir ræktun.
DM-taugahrörnunarsjúkdómur hjá hundum leggst á mænu og veldur hægfara lömun sem byrjar í afturfótum. Tölfræðin sýnir að hjá þeim hundum sem eru Sýktir af DM taugahrörnunarsjúkdómnum að þetta tekur ca 1 til 1 1/2 ár þangað til að þeir eru orðnir alveg lamaðir, bæði að aftan og framan. Byrjar þetta oftast um miðjan aldur sem er ca 6-8 ára hjá schafernum. Því miður er engin lækning til fyrir þessum DM taugahrörnunarsjúkdómi.
DM er þríþætt- Fríir / Berar / Sýktir
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
Hundar sem eru Fríir/Clear -eru þá ekki með DM genið.
Þegar parað er saman fría hunda þá verða öll afkvæmi þeirra frí.
Þegar parað er saman Frían hund og hund sem er Beri þá er tölfræði að 50% afkvæma verða fríir af DM og 50% afkvæma verða Berar fyrir DM geninu. Frír og Beri foreldri fá ekki sýkt afkvæmi.
+++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
Hundar sem eru Berar/Carrier - eru með annað DM genið.
Hundar sem eru berar af þessum DM taugahrörnunarsjúkdómi munu ekki finna nein einkenni sjúkdómsins alla sína lífsleið.
+++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
Þegar parað er saman hunda sem eru báðir Berar þá er tölfræðin að afkvæmin verði 25% Fríir, 50% Berar og 25% Sýktir.
Þegar parað er saman hund sem er Beri við hund sem er Sýktur þá er tölfræðin að afkvæmin verða 50% Berar og 50% Sýktir.
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
Hundar sem eru Sýktir/Positive - eru með bæði DM genin.
Þegar parað er saman tvo hunda sem eru Sýktir verða öll afkvæmi 100% Sýkt.
++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++
Höfum við tekið pakka sem heitir German Shepherd Dog Full Breed Profile fyrir öll ræktunardýrin okkar. Í þessum pakka er testað fyrir 13 sjúkdómum og 12 erfðar hlutum, eins og hvort hundur sé með síðhærða genið eða ekki.
Dýralæknir tekur DNA testin af öllum okkar hvolpum/hundunum, og dýralæknirinn sendir DNA testin til Orivet í Ástralíu, nú þegar höfum við testað 33 hunda með stóra pakkanum. (júní 2024)
Og framvegis verða allir hvolpar frá okkur testaðir með þennan heildarpakka German Shepherd Dog Full Breed Profile, ásamt því munum við láta foreldragreina alla hvolpa frá okkur til að færa sönnun á réttum foreldrum á bak við hvolpinn.
Hér sjáið þið listann yfir það sem er testað fyrir í heildar pakkanum.
|
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is