Sporaprófsreglur

Tekið af www.hrfi.is 

Nýjar reglur tóku gildi apríl 2012

 

Spor I
Einkunn: (x)10
Skipanir: ,,Spor, sækja/markera"
Spora á 300 m langt spor, sem er 35-45 mínútna gamalt og lagt af öðrum en stjórnanda hundsins.
Sporið á að innihalda tvo 90° vinkla (eftir 1/3 og 2/3 af sporinu). Í sporið á að leggja þrjá hluti. Einn hlut fyrir fyrsta vinkil, einn á milli vinkla og einn í lok spors.
Dómgæsla
Æfingin hefst þegar hundurinn byrjar og endar þegar hundurinn finnur endahlut. Hundurinn á að spora í beisli, eða í einhverju svipuðu, sem lína er fest í og á ekki að vera lengri en 15 m og ekki styttri en 10 m á milli stjórnanda og hunds.
Stjórnandi velur sjálfur upphafsstöðu hunds. Hundurinn á að vinna sjálfstætt og sækja eða markera hlutina sem hafa verið lagðir út fyrir hann. Til þess að fá 5 þarf hundurinn að finna a.m.k. tvo hluti og þarf annar þeirra að vera endahlutur. Ef einn hlutur finnst ekki má ekki gefa hærri einkunn en 8.
Útfærsla
Prófstjóri ræður hvar og hvernig sporið lítur út. Það á að leggja sporið án þess að hundur sjái. Hlutirnir eiga að vera settir eins og útskýrt er í málsgreininni um sporið. Spor mega ekki vera nær en 50 m frá hvort öðru. Dómarar eiga að geta fylgst með því hvernig hundarnir vinna í gegnum allt sporið.

 

Almennt (spor II, III og elite)
Hundurinn á að vinna sjálfstætt, í beisli eða svipuðum útbúnaði, í hámark 15 m langri línu en lágmark
10 m milli stjórnanda og hunds. Stjórnandi má tímabundið stytta fjarlægð ef undirlag eða skyggni er
slæmt. Ef stjórnandi styttir fjarlægð, án ástæðu, er hann dregið niður fyrir það. Hundur sem losaður
er úr línu og sporar laus fær einkunnina 0. Þegar teymi er að leita að sporinu má stjórnandi leiðbeina
hundinum inn á þar til gert svæði þar til að hann finnur sporið.
Nýtt spor
Ef hundur verður fyrir truflun, vegna dýra og/eða fólks, er mögulegt að hann fái nýtt spor. Ef búið er
að ljúka æfingunni ,,finna spor" áður en truflun kemur upp verður sú æfing ekki endurtekin.
Hlutir í sporinu
Það á ekki að nota hluti úr málmi eða úr efni sem heldur illa lyktinni af sporleggjara. Hlutirnir eiga að
vera þannig á litinn að þeir skeri sig ekki mikið úr umhverfi sínu. Hlutir í spor I, II og III eiga að vera
u.þ.b. 10-12 cm á lengdina og 2-2,5 cm á breidd. Í öllum flokkum á endahlutur að vera þrisvar sinnum
lengri en venjulegir hlutir. Allir hlutirnir eiga að vera merktir með dagsetningu og aðgreindir á þann
hátt að hægt er að greina á milli þeirra hvaða spori þeir tilheyra. Það má ekki leggja hlut nær en 50 m frá vinkli (í elite eru það 10 m). Þegar spor er byrjað þá gilda eftirfarandi reglur um fyrsta millihlut. Í
spor II má hlutur liggja í u.þ.b. 150 m fjarlægð, spor III og elite má hlutur liggja í u.þ.b. 100 m fjarlægð.
Það má vera lengra í fyrsta millihlut, en það má ekki vera styttra í hann frá byrjun spors. Til þess að
hlutirnir dragi að sér lykt þess sem leggur sporið á viðkomandi að handfjatla hlutina á meðan hann
leggur sporið. Þegar hlutir eru lagðir út má ekki fela þá viljandi og má heldur ekki leggja þá of sýnilegaí sporinu.
Sporið
Það á að ákveða hvar sporin verða a.m.k. 12 tímum fyrir próf/keppni. Vinkill má ekki koma fyrr en 100 m eftir upphafspunkt sporsins. Venjulegt spor og krossspor má ekki vera nær upphafsreit en því sem nemur 60 m. Tvö mismunandi spor eiga að vera í minnsta kosti 150 m fjarlægð frá hvort öðru.
Skil á millihlutum
Það eru tímamörk á því að klára sporið. Starfsmaður á að vera nálægt enda sporsins (en má ekki vera það nálægt að teymi truflist) til þess að taka tímann. Þetta þýðir að starfmaður þarf að vera kominn að enda sporsins á góðum tíma áður en hámarkstími rennur út. Stjórnandi verður að vera búinn að fá endahlut í hendurnar áður en tími klárast. Stjórnandi fær að vita fyrirfram hvar starfsmaður verður í lok æfingar.

Spor II
Finna spor
Einkunn: (x)2
Skipanir: ,,finna spor"
Hundi er hleypt að sporinu. Stjórnandi hunds fær að vita hvar sporið byrjar og í hvaða átt það liggur.
Dómgæsla
Æfingin hefst þegar hundi er hleypt að sporinu og endar þegar prófstjóri lætur dómara vita að hundur
hefur unnið u.þ.b. 60 m af sporinu. Stjórnandi velur sjálfur hvernig hann vill hleypa hundinum að
sporinu. Hundurinn á að vinna sjálfstætt í sporinu. Ef stjórnandi leiðbeinir hundinum hvar hann eigi
að spora er gefin einkunnin 0. Hundur sem tekur beygju, þannig að hann fer ekki alla leið út í horn
heldur tekur styðstu leið að sporinu hinu megin við beygjuna verður ekki dreginn niður fyrir það. Ef
hundur týnir sporinu er stjórnanda heimilt að fara tilbaka að síðasta punkti sem hann telur hundinn
hafa verið að spora á. Ef stjórnandi nýtir sér þetta leyfi á ekki að gefa meira en 8 (16) fyrir æfinguna.
Þessi æfing og næsta, sem er ,,spor" eru í beinu framhaldi af hvor annarri. Ef teymi fellur í þessari
æfingu er því samt heimilt að halda áfram í næstu æfingu. Þá verða ekki gefnar frekari upplýsingar
um hvar sporið liggur. Dómari á að geta fylgst með teyminu fyrstu 60 m. Enginn hlutur á að liggja í
sporinu á þeim hluta.
Spor
Einkunn: (x)8
Skipanir: ,,spor, sækja/markera"
Spora á u.þ.b. 1000 m langt spor (með ,,finna spor" æfingunni), sem er 60-80 mínútna gamalt og lagt af öðrum en stjórnanda hundsins. Sporið á að innihalda 5-6 vinkla og liggja á mismunandi undirlagi.
Sá sem leggur sporið á að leggja út 6 hluti og þar af einn endahlut. Tíminn sem hundurinn fær til þess að klára sporið (með ,,finna spor" æfingunni) er í mesta lagi 25 mínútur. Tímataka hefst þegar
hundur byrjar fyrri æfinguna.
Dómgæsla
Æfingin hefst í beinu framhaldi af æfingunni ,,finna spor" og endar þegar hundurinn hefur fundið
endahlutinn eða þegar hámarks leyfilegur tími sporsins rennur út. Dómgæsla tekur aðallega tillit til
hversu marga hluti hundurinn fann í sporinu, í hvaða standi hlutirnir eru, og að hundurinn nái að klára innan hámarkstíma. Til þess að fá hæstu einkunn þarf hundurinn að finna alla hlutina. Ef einn hlut vantar er hámarks einkunn 9 (x8 = 72). Ef tvo hluti vantar er hámarks einkunn 8 (x8 = 64) o.sv.frv. Ef endahlut vantar er einkunnin 0. Ef sést á hlut (far í hlutnum eftir tennur) er einkunn dreginn niður.
Því meiri sem sést á hlutnum, því lægri einkunn. Þó á ekki að draga einkunn meira niður en því sem
nemur ef hundurinn hefði ekki fundið hlutinn. Það á að tryggja að hundur villist ekki inn á spor sem er
lagt fyrir annan hund. Ef það gerist, á að kalla teymi strax tilbaka og gefa einkunnina 0 fyrir æfinguna.

Spor III
Finna sporið
Einkunn: (x)2
Skipanir: ,,finna spor"
Sporið á að liggja innan ákveðins svæðis sem er 30mx30m (kassi) og vera a.m.k. 30 m langt innan
svæðisins (sporið á ekki að fara rétt í gegn, heldur þarf að vera 30 m langt innan svæðisins). Prófstjóri
sýnir hvar miðjan er á annarri hlið svæðisins. Hundurinn leitar að sporinu frá þeim punkti. Hundurinn
á sjálfur að finna sporið á innan við 4 mínútum, ef það tekst ekki verður teyminu sýndur staður sem
sporið fer fram hjá sem er utan svæðisins (kassans).
Dómgæsla
Æfingin hefst þegar stjórnandi sendir hundinn að leita að sporinu, eftir leyfi frá prófstjóra, og endar
þegar teymi fer af svæðinu á réttum stað í rétta átt (eða þegar tíminn rennur út). Ef teymi er ekki
búið að vinna sig út af svæðinu á réttum stað innan tímamarka er gefin einkunninn 0 fyrir æfinguna.
Ef hundurinn tekur ekki sporið í fyrsta skipti sem hann fer yfir það er ekki gefin hærri einkunn en 7 (x2= 14). Ef hundurinn byrjar að bakspora en leiðréttir sig án aðstoðar áður en teymi er vísað aftur inn á svæðið á ekki að draga niður í einkunn. Hundur fær ekki leyfi til að halda áfram í næstu æfingu, sem er ,,spor" ef hann hefur ekki sýnt fram á neina vinnu, þótt ekki hafi tekist að finna sporið.
Keppandi á að geta áttað sig á upphafsstað sporsins (eða svæðisins) á ummerkjum eins og steinum
eða runna sem liggja u.þ.b. 20 m frá svæðinu (kassanum). Ef þörf er á viðbótar merkingu, á það að
vera þannig að stjórnandi sjái hana ekki. Sporið á að vera a.m.k. 30 m að lengd áður en það fer inn á svæðið (kassann) og á ekki að skera þá hlið sem teymi byrjar á. Stjórnandi má ekki fara út fyrir svæðið (kassann) á meðan á æfingu stendur nema til þess að fylgja hundi eftir sem er kominn á rétt spor. Ef hundur baksporar verður stjórnanda tilkynnt um það með einfaldri tilkynningu eins og ,,bakspor -farið aftur á svæðið (í kassann), annars er stjórnanda skipað að fara aftur á svæðið (í kassann).
Prófstjóri lætur vita þegar ein mínúta er eftir af tímamörkum æfingarinnar.
Spor
Einkunn: (x)8
Skipanir: ,,Spor, sækja/markera"
Spora á u.þ.b. 1200 m langt spor (með ,,finna spor" æfingunni), 80-100 mínútna gamalt, lagt af
öðrum en eiganda hundsins. Sporið á að innihalda 7 vinkla og þar af einn 30° vinkil og liggja á
mismunandi undirlagi. Sá sem leggur út sporið á að setja út 8 hluti og þar af einn endahlut.
Hámarkstími til að klára sporið er 30 mínútur.
Dómgæsla er eins og í spor II, en æfingin byrjar þegar teymi sporar út af svæðinu (úr kassanum), úr
æfingunni ,,finna spor". Á réttum stað og í rétta átt. Tímataka byrjar þegar teymi sporar út af svæðinu
(úr kassanum).

Spor elite
Finna spor
Einkunn: (x)2
Skipun: ,,Finna spor"
Útfærsla er eins og í spori III, en svæðið (kassinn) á að vera 30mx40 m og hundurinn hefur 3 mínútur
til þess að finna sporið. Ef hann finnur ekki sporið má ekki halda áfram í næstu æfingu.
Einkunn: (x)8
Skipun: ,,Spor, sækja/markera"
Sporið á að vera 1500 m langt (með ,,finna spor" æfingunni), 100-120 mínútna gamalt og lagt af
öðrum en eiganda hundsins. Sporið á að innihalda 7-8 vinkla og þar af tvo 30° vinkla og liggja á
mismunandi undirlagi. Sá sem leggur út sporið á að setja 10 hluti og þar af einn endahlut. Sporið
inniheldur krosspor. Hámarkstími til að klára sporið er 35 mínútur.

 

 

 

 

 

Gamlar reglur, duttu úr gildi 2012

 

 

Spor 1:

Lengd, 300 metrar

Lögun, 2 vinklar

Hlutir, 2 millihlutir og 1 endahlutur.

Aldur spors, 20-30 mín.

 

Spor 2:

Lengd, 1000 metrar.

Lögun, 3-5 vinklar og einn 30 gráðu vinkill.

Hlutir, 5-8 millihlutir og 1 endahlutur.

Aldur spors, 60 mín.

 

Spor 3:

Lengd, 1500 metrar.

Lögun, 5-8 vinklar og minnst tveir 30 gráðu vinklar.

Hlutir, 8-10 millihlutir og 1 endahlutur.

Aldur spors, 90-120 mín.

 

Hlutir:

Millihlutir skulu vera úr furu og er stærð þeirra 2 x 2 x 12 cm.

Endahlutir skulu vera úr furu og er stærð þeirra 2 x 2 x 36 cm

  /////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////////

Gömlu reglurnar.

Tekið af síðu Vinnuhundadeilarsíðu

Spor

Í Spori 1 er rakin um 300 m slóð sem maður (sporari) hefur lagt.
Slóðin á að vera með tveimur 90° beygjum, tveimur millihlutum og einum endahlut.
Hlutirnir þurfa að hafa verið í snertingu við sporara í a.m.k. 30 mínútur áður en sporið er lagt til þess að bera lykt hans.
Sporið á að vera minnst 20 mínútna gamalt og mest 50 mínútna gamalt.
Hámarkstími sem teymið (stjórnandi og hundur) fær til að vinna sporið er 15 mínútur.
Sporið gefur samtals 100 stig þar af er sporavinnan 70 stig og hlutir 30 stig (10 +10+10). Sporið er dæmt af dómara með réttindi til að dæma spor og sérstakur prófstjóri stýrir framkvæmd prófsins.
Prófstjóri getur ráðið aðstoðarmenn við framkvæmd prófsins.

ALMENN ÁKVÆÐI
Dómari ákvarðar röð þátttakenda og tilkynnir hana í upphafi prófs.
Dómari eða prófstjóri ákveður hvernig sporið er lagt með tilliti til umhverfis og landslags.
Sporin, sem lögð eru fyrir þátttakendur, eiga að vera ólík með mislöngum leggjum eftir aðstæðum, mismunandi beygjum og bil í millihluti mega vera mislöng.
Upphafspunktur spors á að vera greinilega merktur með stiku sem er stungið í jörðu vinstra megin við upphafspunktinn.
Áður en sporið er lagt, á sporari að sýna dómara hlutina, sem notaðir verða í lögnina.
gengur úr skugga um að hlutirnir hafi verið í snertingu við sporara í a.m.k. 30 mínútur.
Hundurinn á að vera úr sjónmáli á meðan sporið er lagt.
Sporari stoppar andartak við upphafspunkt sporsins og gengur síðan í þá átt sem ákvörðuð hefur verið. Ekki á að róta eða stappa við upphafspunktinn.
Fyrsta millihlut skal leggja í um það bil 50 metra fjarlægð frá upphafspunkti á fyrsta legg sporsins, annan millihlut eftir um það bil 50 metra frá fyrstu beygju.
Endahlut skal leggja við enda sporsins. Hlutina á að leggja í slóðina meðan verið er að leggja sporið þannig að sporari taki skref yfir hlutinn.
Eftir að búið er að leggja síðasta
hlutinn á sporarinn að ganga beint áfram nokkur skref. Þegar spor er lagt má nota mismunandi hluti (t.d. úr leðri, taui eða tré).
Hlutirnir eiga að vera 10 - 12 cm langir, 1-3 cm á þykkt og breidd og mega ekki vera mjög ólíkir yfirborðinu, sem sporað er á, að lit.
Sporalína á að vera 10 - 15 metra löng.
Þegar hundurinn er að vinna sporið mega dómari, prófstjóri og aðstoðarmenn ekki vera á vinnusvæði hans.

SKIPUN
Leyfilegt er að nota skipunina SPOR við upphaf spors og eftir fyrsta og annan millihlut.

FRAMKVÆMD
Stjórnandi undirbýr hundinn fyrir sporið með því að viðra hann og leyfa honum aðlosa sig.
Sporalína er fest í beisli (leyfileg eru bringubeisli eða Böttgerbeisli, án aukareima) og má liggja yfir bak hundsins, meðfram hliðum eða á milli fram- og afturfóta.
Einnig má festa hana beint í hálsól, sem ekki má vera með virkri hengingu.
Fyrir sporið, á meðan á undirbúningi stendur og í allri sporvinnunni skal forðast allar tegundir af þvingunum og refsingum.
Stjórnandi kemur með hundinn að upphafspunkti þegar hann er beðinn og greinir frá því hvort hundurinn gefi merki (markeri) eða taki hlutina.
Þegar dómarinn gefur bendingu skal fara rólega með hundinn að upphafspunkti og sleppa honum svo í sporið.
Hundurinn á að grípa lyktina í upphafi, ákaft, rólega og með nefið lágt.
Hundurinn á síðan að fylgja sporinu af ákafa með nefið í jörð og á jöfnum hraða.
Stjórnandi á að fylgja hundinum eftir með minnst 10 metra bili við enda sporalínunnar.
Það skal einnig vera 10 metra bil þegar hundurinn sporar laus (frispor).
Sporalínan má hanga laus á meðan stjórnandi sleppir henni ekki.
Hundurinn á að vinna örugglega í beygjum.
Eftir beygju á hundurinn að halda sama hraða í sporinu.
Um leið og hundurinn hefur fundið hlut á hann að taka hann upp eða gefa augljóst merki án áhrifa frá stjórnanda.
Að gefa merki getur verið að leggjast, að setjast, að standa en einnig blandað þ.e. sýna á mismunandi hátt ólíka hluti.
Taki hundurinn hlutinn upp má hann standa, setjast eða koma tilbaka til stjórnanda.
Ef hundurinn heldur áfram með hlutinn í kjaftinum eða tekur hlutinn upp eftir að hafa lagst er það talið villa.
Þegar hundurinn hefur gefið merki um hlut eða tekið hlutinn upp leggur stjórnandi frá sér sporalínuna og fer til hundsins.
Stjórnandi sýnir að hluturinn er fundinn með því að lyfta honum upp í loft.
Síðan tekur stjórnandi sporalínuna aftur upp og heldur áfram sporinu.
Eftir að sporið er búið á að sýna dómara fundna hluti.
Prófstjóri á að leyfa hundi að ljúka við spor án þess að stoppa þótt hann gefi ekki merki um millihluti.

DÓMUR
Á meðan sporið er unnið ákaft, jafnt og sannfærandi og hundurinn sýnir þar með jákvæða sporhegðun skiptir hraði sporvinnunar ekki máli í stigagjöf.
Ef hundurinn fjarlægist slóðina ekki of mikið er það ekki talin villa þegar hundurinn tekur sveigjur umhverfis sporið til að sannfæra sig um hvar það liggur.
Óvönduð sporavinna er hins vegar þegar hundurinn ber trýnið hátt, er laus í sporinu og tekur löng slög i beygjum, stjórnandi þarf stöðugt að hvetja hundinn eða gefa hjálp með línu- eða rödd.
Þetta á einnig við ef hundur gerir villu í byrjun, gefur röng merki við hlut eða gefur merki þar sem ekki er hlutur.
Dómari dregur teymið niður í stigum fyrir slíkar villur.
Það er dæmd villa ef hundurinn bæði tekur hlutinn í kjaftinn og gefur merki um hlut.
Einungis merki sem hundur gefur og samræmist því sem stjórnandi sagði í upphafi um merki hundsins eru talin til stiga.
Rangar merkingar draga niður stigagjöf fyrir viðkomandi legg í sporinu.
Engin stig eru gefin fyrir hluti sem ekki voru gefin merki við eða voru ekki teknir.
Ef hundur fer úr sporinu og stjórnandi heldur í hundinn gefur dómarinn skipun um að stjórnandi fylgi hundinum.
Ef þessari skipun er ekki fylgt er sporavinnan stoppuð af dómaranum.
Þegar stjórnandi er kominn meira en eina línulengd frá sporinu er prófið sömuleiðis stöðvað.
Ef hundurinn sporar ekki (er á sama stað í lengri tíma án þess að spora) er hægt að stoppa sporið þegar 15 mínútur eru liðnar þó svo að hundurinn sé í sporinu.
Ef ekki tekst að ljúka við sporið á innan við 15 mínútum er það stoppað af dómaranum.
Í því tilviki eru teyminu dæmd stig eftir þeirri vinnu sem unnin hefurverið fram að stoppi.
Gefin eru stig fyrir byrjun sporsins, fyrir hvern legg með millihlutum og endahlut, beygjur í sporinu ásamt sporavinnuna í heild.


Uppfært í október 2008
Samþykkt og yfirfarið af Alberti Steingrímssyni,
Huldu Jónasdóttur og Valgerði Stefánsdóttur.

 

 

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 19

atburður liðinn í

1 mánuð

17 daga

Reykjavík Winner og NKU 9.júní

atburður liðinn í

1 mánuð

6 daga

Tvöföld sýning HRFÍ 10.og 11.ágúst

eftir

26 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

3 mánuði

19 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

3 mánuði

14 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 14

atburður liðinn í

1 mánuð

13 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

10 mánuði

10 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1295
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 912613
Samtals gestir: 77188
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 06:13:37
Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1295
Gestir í gær: 131
Samtals flettingar: 912613
Samtals gestir: 77188
Tölur uppfærðar: 15.7.2024 06:13:37