10.01.2009 19:51SýningarþjálfunSýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu félagsins hefst sunnudaginn 11. Janúar. Sýningaþjálfunin fer fram í Gusti sunnudagana 11. 18. 25 og 1. Febrúar. En staðsetning seinni þrjá sunnudagana verður auglýst síðar. Hinsvegar vegna aukins fjölda á sýningaþjálfunum Unglingadeildarinnar, verða síðustu þrír sunnudagarnir bundnir skráningu.Þannig mun unglingadeildin geta raðað niður hundum þannig að hæfilegur fjöldi sé í hverjum tíma og með því minnkað bið og aukið gæði þjálfunarinnar. Sama verð verður á þessum sýningaþjálfunum og hefur verið, hins vegar þarf að greiða fyrir alla þrjá tímana í fyrsta tímanum. Skráningingu lýkur Sunnudaginn 25 janúar en tekið er við skráningu á [email protected] Það sem þarf að koma fram í skráningu er Nafn og símanúmer eiganda sem og nafn og tegund hunds. Það er von stjórnar unglingadeildarinnar að þetta mælist vel fyrir,en með þessu móti erum við að reyna að koma á móts við hinn almenna sýnanda. Sýningarþjálfun: Sunnudaginn 8. Febrúar: Auglýst síðar. Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópu sýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda. Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn. Kær kveðja, Skrifað af KGB |
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is