Færslur: 2011 Maí

31.05.2011 22:45

Deildarsýning í 16. Júlí



31.05.2011

Deildarsýning Schäferdeildarinnar
 

Skráningarfrestur á sýninguna rennur út eftir eina viku: miðvikudaginn 8. júní.

Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ, s. 588-5255.


Hundaeigendur sem vilja sýna hundinn sinn en treysta sér ekki til þess geta haft samband við stjórn deildarinnar og við aðstoðum við að finna sýnanda.

Einnig minnum við á síðustu sýningarþjálfun deildarinnar að þessu sinni. Hún fer fram annað kvöld kl 19 og kostar aðeins 500 kr. Athugið að það er breytt staðsetning, sýningaþjálfunin fer fram í bílastæðahúsi undir Turninum Smáralind.

23.05.2011 11:09

Sýningarþjálfun Schaferdeildar


Síðasta sýningarþjálfun fyrir júni sýningu er
1.júni kl:19:00

Sýningaþjálfunin fer fram í bílastæðahúsi undir Turninum Smáralind.

Minna á sýningarþjálfun

Schäferdeildin mun halda sýningaþjálfun á miðvikudögum fram að næstu sýningu HRFÍ. 
Hvert skipti kostar 500 kr. og rennur allur ágóði beint til Schäferdeildarinnar.


Sýningaþjálfun Schäferdeildarinnar verður eftirfarandi daga:

Miðvikudaginn 11. maí kl. 19
Miðvikudaginn 18. maí kl. 18
Miðvikudaginn 25. maí kl. 19
Miðvikudaginn 1. júní kl. 19

Koma með taum, nammi, poka og góða skapið.

emoticon emoticon
 
Hlökkum til að sjá ykkur.

17.05.2011 10:13

Deildarsýning Schaferdeildar


Tekið af Schaferdeildarsíðunni, meiri upplýsingar:

http://schaferdeildin.weebly.com/deildarsyacutening-2011.html

emoticon 


Tekið af www.hrfi.is
17.5.2011 09:37:29
Deildarsýning Schäferdeildar


Opið er fyrir skráningu á Deildarsýningu Schäferdeildarinnar sem haldin verður þann 16. júlí næstkomandi. Dómari sýningarinnar er sænski dómarinn Fredrik Steen.
Hann sérhæfir sig sem dómari á Schäfer og hefur FCI réttindi til að dæma tegundahóp 1.

Sýningin verður haldin í Guðmundarlundi, Kópavogi, sem er fallegt gróið landssvæði í eigu Skógræktar Kópavogs og hefur uppá að bjóða alla aðstöðu.

Schäferdeildin hefur ekki haldið deildarsýningu síðan 1988, en það var árið sem deildin var stofnuð. Verður því mikið lagt upp úr að gera þessa sem glæsilegasta.
Sú nýjung verður tekin upp á sýningunni að einnig verður valinn Besti ungliði sýningar og viljum við því benda fólki á að aðeins þeir hundar sem skráðir eru í ungliðaflokk keppa um besta ungliða sýningar.

Skráning á sýninguna fer fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands, í síma 588-5255.  Greiðsla verður að fylgja skráningu, ekki er boðið upp á millifærslur í heimabanka.
Skráningarfresti lýkur þann 8. júní næstkomandi.






15.05.2011 07:36

Sporapróf 14. maí 2011


Ice Tindra Aragon

Ice Tindra Aragon fór í sporapróf 14. maí  í Spori I og gekk rosalega vel og með Frábærum árangri. 
Aragon náði 98 stigum af 100 mögulegum.
Við erum mjög stolt af  Aragon emoticon  
og nú er bara að fara í Spor II emoticon

13.05.2011 16:00

Schafer á laugardaginn :-)

Tekið af www.hrfi.is

Fréttir

13.5.2011 12:44:56
Upplýsingar frá Sýningarstjórn

Tegundahópar 1, 2, 4, 5, 6, 7 og 10 verða á laugardeginum 4. júní og Tegundahópar 3, 8 og 9 verða á sunnudeginum, 5. júní.
Ekki var ástæða til að setja tegundir á föstudagskvöld, ungir sýnendur munu þó keppa á föstudeginum 3. júní eins og venjulega.

Dagskrá sýningar verður birt á vefsíðu félagsins eftir helgi.

09.05.2011 22:59

Hjá Schaferdeild

Sýningaþjálfun deildarinnar
 
Schäferdeildin mun halda sýningaþjálfun á miðvikudögum fram að næstu sýningu HRFÍ. Þær verða haldnar úti á túni við Frumherja Hesthálsi. Hvert skipti kostar 500 kr. og rennur allur ágóði beint til Schäferdeildarinnar.

Mikilvægt er að taka með sér nammi eða dót fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og einnig er gott að hafa keðju meðferðis.

Sýningaþjálfunin verður vanalega kl. 19 en þó verður undantekning miðvikudaginn 18. maí en þá er aðalfundur HRFÍ sama kvöld svo sýningaþjálfunin verður kl. 18 þann dag.

Sýningaþjálfun Schäferdeildarinnar verður eftirfarandi daga:

Miðvikudaginn 11. maí kl. 19
Miðvikudaginn 18. maí kl. 18
Miðvikudaginn 25. maí kl. 19
Miðvikudaginn 1. júní kl. 19

04.05.2011 20:51

Tilkynning frá HRFÍ

 

Opnunartími fimmtudaginn 5. maí

Opið er í síma og á skrifstofu HRFÍ frá kl. 10:00 - 17:00 fimmtudaginn 5. maí, föstudaginn 6. maí er skrifstofan aðeins opin frá kl. 9:00 - 13:00.
Skráning á júnísýningu HRFÍ rennur út á föstudaginn 6. maí og hvetjum við alla til að skrá fyrir þann tíma.

Berist greiðsla ekki með skráningu telst skráningin ekki gild.

Hægt er að greiða fyrir skráningu með kreditkorti í gegnum síma/e-maili eða koma við á skrifstofu félagsins.  Félagið býður ekki upp á millifærslu í heimabanka á sýningargjöldunum.


04.05.2011 11:28

Hundasýning 4-5 júní 2011

Minna á að síðasti skráningardagur á hundasýninguna HRFÍ 4-5 júni er

föstudaginn 6. maí 2011
sjá
www.hrfi.is

Upplýsingar um sýningarþjálfanir er að finna hér:
http://www.hrfi.is/default.asp?Page=300


Hlökkum til að sjá ykkur
emoticon 

  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 19

atburður liðinn í

14 daga

Alþjóðleg HRFÍ 28-29.sept

eftir

18 daga

NKU -Winter Wonderland 23 nóv

eftir

2 mánuði

13 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

5 mánuði

14 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

5 mánuði

9 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 19

atburður liðinn í

7 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

5 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 1000
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 2308
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1007408
Samtals gestir: 82961
Tölur uppfærðar: 10.9.2024 08:41:17