Færslur: 2010 Janúar

28.01.2010 20:05

Ganga hjá Schafer deild

Tekið af http://www.123.is/schafer

28.1.2010

Göngugarpar

Jæja þá er komið að fyrstu göngu 2010 hjá göngugörpum. Gangan verður kl 1400 á Sunnudaginn 31 janúar.

Ætlum við að hittast hjá MBL húsinu hjá Rauðavatni ( sjá meðfylgjandi kort ) Og ganga eitthvað þaðan í austurátt.

Þetta verður ca. 1 klukkustund. Og spáin er góð.

Fyrstu min. verða allir í taum svo sleppum við hópnum lausum.

Ef einhver hefur verið leiðinlegur þá hefur hann verið settur í taum.

Og jafnvel síðan síðar leyft að fá að losna gegn loforði um góða hegðun J

Þetta fyrirkomulag hefur reynst afar vel.Allir eru velkomnir með hunda eða hundlausir og ég minni ykkur á að tegund hunda skiptir ekki máli. Munið eftir skítapokum.

Þið getið sent mér línu á netfangið [email protected] eða hringt í síma 897 5255 ef ykkur vantar frekari upplýsingar.Kveðja, Steinar Smári og Hector.

27.01.2010 13:20

Hlýðniæfingar


Tekið af:
http://www.vinnuhundadeild.is/fre4.php

23.jan.
Hlýðniæfingar fyrir hunda (og eigendur þeirra)

Á vegum Vinnuhundadeildar er fyrirhugað að bjóða upp á hlýðniæfingar fyrir hunda og eigendur þeirra öll mánudagskvöld kl 20.   Enginn þjálfari verður á staðnum en ávallt mun verða fulltrúi frá Vinnuhundadeild sem stýrir  æfingunni. Gert er ráð fyrir að þátttakendur styðji hvern annan, æfi í hópum og sem einstaklingar. Sérstaklega verða teknar æfingar fyrir hlýðnipróf deildarinnar.

Æfingarnar verða á bílaplani við Bifreiðaskoðun Frumherja upp á Höfða - Járnhálsi, hægt er að fara inn í bílageymslu við Lyngháls ef veður er vont

Hlökkum til að sjá sem flesta


Stjórnin.

24.01.2010 13:02

Sýningarþjálfun f/næstu sýningu 27-28 feb 2010

Tekið af www.hrfi.is
Sýningarþjálfun


Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðan
Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu HRFÍ hefst Sunnudaginn 24. janúar í reiðhöllinni Víðidal.


Sunnudagurinn 24. janúar kl 16:00 - 18.00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur

Sunnudagurinn 31. janúar kl 16:00 - 18:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur

Sunnudagurinn 7. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 14.febrúar ATH
Auglýst síðar!!!!!!!!!!

Sunnudagurinn 21. febrúar kl 16:00 - 20:00
16:00 - 17:00 Ungir sýnendur
17:00 - 18:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 1,2,6
18:00 - 19:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 5,9,3,4
19:00 - 20:00 Almennir sýnendur ,tegundahópar 7,8,10

Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis.
Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.
Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur.

23.01.2010 11:51

Væntanlegt got feb 2010

Væntanlegt got

Búið að para Söshu og Kolgrímu Blade Hólm (Fowler).
Hvolparnir mun fæðast í kringum 15 feb. 2010
Sasha


Fowler 
Hann er komin með 1 ísl meistarastig.

emoticon 

Kv. Kristjana

08.01.2010 19:00

Fyrirlestur um atferli hunda

Tekið af H.R.F.Í síðunni www.hrfi.is

8.1.2010 12:01:31
Fyrirlestur um atferli hunda með áherslu á hegðunargalla.


Laugardaginn 6. febrúar, kl. 13:00 í húsnæði H.R.F.Í., Síðumúla 15, mun Björn S. Árnason atferlisfræðingur halda fyrirlestur um atferli hunda með áherslu á hegðunargalla. Fyrirlesturinn mun standa í ca. klukkutíma og að honum loknum mun Björn svara spurningum úr sal.
Inngangseyrir er Kr. 1.000.- og mun ágóði af fyrirlestrinum renna til Dýrahjálp Íslands.

  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 20

atburður liðinn í

2 mánuði

1 dag

Reykjavík Winner og NKU 9.júní

eftir

17 daga

Deildarsýning Schaferdeildar

atburður liðinn í

5 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

1 mánuð

27 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

1 mánuð

22 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 14

atburður liðinn í

1 mánuð

24 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 189
Flettingar í gær: 1504
Gestir í gær: 170
Samtals flettingar: 814166
Samtals gestir: 67899
Tölur uppfærðar: 23.5.2024 20:08:35