22.01.2009 21:53

Nýtt sýningarþjálfun

Frá Unglingadeild.

Vegna frábærar þátttöku félaga HRFÍ á sýningarþjálfanir Unglingadeildarinnar í byrjun árs hefur Unglingadeildin ákveðið að breyta örlítið skipulaginu. Hingað til hefur skipulag sýningarþjálfunarinnar verið þannig að allir tegundarhópa eigi að mæta á sama tíma. En eins og fyrr sagði hefur þátttakan verið það góð að þjálfarar unglingadeildarinnar ná ekki að sinna hverjum og einum eins og best væri á kosið. Til þess að koma í veg fyrir að svo verði áfram verða höfum við ákveðið að skipta sýningarþjálfuninni upp, það er að segja. Ungir sýnendur verða frá 17-18, tegundarhópar 1-5 frá 18-19 og tegundarhópar 6-10 frá 19 - 20

Við vonumst til að þetta leiði til betri og skipulagðari sýningarþjálfana. Við erum afskaplega þakklátar fyrir þessa góðu mætingu og þann mikla stuðning sem félagsmenn hafa sýnt okkur, því munum við áfram reyna að gera okkar besta til að sýningarþjálfunin megi vera sem nytsamlegust. Liður í því er að fjölga tímunum og þjálfurum.

Við biðjumst jafnframt velvirðingar á þeim óþægindum sem þið kunnið að hafa orðið fyrir vegna plássleysis á sýningarþjálfunum undan farin tvö skipti.

Sýningarþjálfanir verða þá sem hér segir:

Sunnudaginn 25. janúar í Gusti:
Ungirsýnendur kl. 17-18,
tegundarhópur 1-5 og
tegundarhópur 6-10 kl: 19-20
Sunnudaginn 1. febrúar í Gusti
Ungirsýnendur kl. 17-18,
tegundarhópur 1-5 og
tegundarhópur 6-10 kl: 19-20

Sunnudaginn 8. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. febrúar: Auglýst síðar.

Jafnframt vegna góðrar mætingu verður óþarft að skrá sig á sýningarþjálfanirnar 8- 22 febrúar. Við þökkum þó þær góðu undirtektir sem við fengum, en fjöldi skráninga hefur borist.

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Dýrheima og SS sendir fulltrúa á helstu sýningar erlendis.
Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

F.h. stjórnar Unglingadeildarinnar,
Jónína Sif

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

atburður liðinn í

7 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

2 mánuði

14 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

1 mánuð

10 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

atburður liðinn í

25 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

4 mánuði

17 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

9 mánuði

21 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

9 mánuði

26 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 7408
Gestir í dag: 780
Flettingar í gær: 1805
Gestir í gær: 147
Samtals flettingar: 1258942
Samtals gestir: 94405
Tölur uppfærðar: 22.1.2025 22:54:54