09.06.2011 09:04

Framlendur frestur 10. júni 2011

Skráningafrestur á Schaferdeilarsýninguna
framlengdur til 10. júni 2011


http://www.hrfi.is/default.asp?page=44&Article_ID=1276&NWS=NWS



08.06.2011
Viðburðir á vegum deildarinnar

Picture

Skráningarfrestur á deildarsýningu Schäferdeildarinnar hefur verið framlengdur fram á næsta föstudag, þann 10. júní.

Næsta ganga er fyrirhuguð á mánudaginn næsta, 13. júní, sem er Annar í hvítasunnu. Við munum hittast við Grillhúsið Sprengisandi kl 14 og taka um það bil klukkustundargöngu um Elliðaárdalinn. Eftir gönguna geta þeir sem vilja sest niður inn á Grillhúsið í smá spjall.

Sporapróf Schäferdeildarinnar verður haldið sunnudaginn 17. júlí. Sporaprófið er haldið í tengslum við deildarsýninguna og mun vonandi nýtast fólki vel að geta sótt sýningu og próf sömu helgi. Albert Steingrímsson verður dómari og er prófgjald það sama og í önnur próf á vegum Vinnuhundadeildarinnar. Skráning fer í gegnum deildina. Vinsamlega sendið okkur póst á [email protected] með helstu upplýsingum og hægt verður að millifæra á reikning deildarinnar. Upplýsingar sem þurfa að koma fram eru: nafn hunds, nafn eiganda, hvaða sporapróf (1,2,3) ásamt símanúmeri og emaili sem hægt er að ná í ef breytingar verða. Reikningsnúmer deildarinnar er 0586-26-691010 og kt. er 691010-0230. Vinsamlega setjið nafn hunds sem skýringu með millifærslunni.

Á laugardagskvöldinu, eftir deildarsýninguna, verður farið út að borða. Allir meðlimir deildarinnar eru velkomnir og dómari sýningarinnar, Fredrik Steen, mun eyða kvöldinu með okkur. Stjórn deildarinnar er að leita eftir tilboðum á veitingastöðum og eru allar ábendingar vel þegnar.

Sýningarúrslit síðustu sýningar koma inn fljótlega ásamt umsögnum.



emoticon 

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

atburður liðinn í

11 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

atburður liðinn í

7 daga

NKU -Alþjóðlegsýning HRFÍ 21- 22 júní

eftir

2 mánuði

9 daga

Ice Tindra ganga kl 14

atburður liðinn í

14 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

7 mánuði

7 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

6 ár

11 daga

DNA-test

atburður liðinn í

4 ár

16 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 1277
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1419600
Samtals gestir: 99715
Tölur uppfærðar: 12.4.2025 07:52:06