Laugardaginn 6. okt mun Hundaræktarfélag Íslands standa fyrir árlegri göngu með hunda niður Laugaveginn í Reykjavík. Lagt verður af stað frá Hlemmi kl. 13. Að venju munu lögregluhundar leiða gönguna en auk þeirra munu björgunarsveitar- og tollleitarhundar einnig vera fremstir í flokki ásamt hundum og eigendum sem starfa sem sem sjálfboðaliðar í heimsóknaþjónustu fyrir Rauða Kross Íslands. Skólahljómsveit Kópavogs mun svo slá taktinn með okkur. Gangan mun svo enda í Hljómskálagarðinum.