Færslur: 2011 Maí31.05.2011 22:45Deildarsýning í 16. Júlí31.05.2011 Deildarsýning Schäferdeildarinnar Skráningarfrestur á sýninguna rennur út eftir eina viku: miðvikudaginn 8. júní. Skráning fer fram í gegnum skrifstofu HRFÍ, s. 588-5255. Hundaeigendur sem vilja sýna hundinn sinn en treysta sér ekki til þess geta haft samband við stjórn deildarinnar og við aðstoðum við að finna sýnanda. Einnig minnum við á síðustu sýningarþjálfun deildarinnar að þessu sinni. Hún fer fram annað kvöld kl 19 og kostar aðeins 500 kr. Athugið að það er breytt staðsetning, sýningaþjálfunin fer fram í bílastæðahúsi undir Turninum Smáralind. Skrifað af KGB 23.05.2011 11:09Sýningarþjálfun Schaferdeildar
Skrifað af KGB 17.05.2011 10:13Deildarsýning SchaferdeildarTekið af Schaferdeildarsíðunni, meiri upplýsingar: http://schaferdeildin.weebly.com/deildarsyacutening-2011.html Tekið af www.hrfi.is 17.5.2011 09:37:29 Deildarsýning Schäferdeildar Opið er fyrir skráningu á Deildarsýningu Schäferdeildarinnar sem haldin verður þann 16. júlí næstkomandi. Dómari sýningarinnar er sænski dómarinn Fredrik Steen. Sýningin verður haldin í Guðmundarlundi, Kópavogi, sem er fallegt gróið landssvæði í eigu Skógræktar Kópavogs og hefur uppá að bjóða alla aðstöðu. Schäferdeildin hefur ekki haldið deildarsýningu síðan 1988, en það var árið sem deildin var stofnuð. Verður því mikið lagt upp úr að gera þessa sem glæsilegasta. Skráning á sýninguna fer fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands, í síma 588-5255. Greiðsla verður að fylgja skráningu, ekki er boðið upp á millifærslur í heimabanka. Skrifað af KGB 15.05.2011 07:36Sporapróf 14. maí 2011
Skrifað af KGB 13.05.2011 16:00Schafer á laugardaginn :-)Tekið af www.hrfi.is Fréttir 13.5.2011 12:44:56 Upplýsingar frá Sýningarstjórn Tegundahópar 1, 2, 4, 5, 6, 7 og 10 verða á laugardeginum 4. júní og Tegundahópar 3, 8 og 9 verða á sunnudeginum, 5. júní. Dagskrá sýningar verður birt á vefsíðu félagsins eftir helgi. Skrifað af KGB 09.05.2011 22:59Hjá SchaferdeildSýningaþjálfun deildarinnar Schäferdeildin mun halda sýningaþjálfun á miðvikudögum fram að næstu sýningu HRFÍ. Þær verða haldnar úti á túni við Frumherja Hesthálsi. Hvert skipti kostar 500 kr. og rennur allur ágóði beint til Schäferdeildarinnar. Mikilvægt er að taka með sér nammi eða dót fyrir hundinn, kúkapoka, taum (sýningataum) og einnig er gott að hafa keðju meðferðis. Sýningaþjálfunin verður vanalega kl. 19 en þó verður undantekning miðvikudaginn 18. maí en þá er aðalfundur HRFÍ sama kvöld svo sýningaþjálfunin verður kl. 18 þann dag. Sýningaþjálfun Schäferdeildarinnar verður eftirfarandi daga: Miðvikudaginn 11. maí kl. 19 Miðvikudaginn 18. maí kl. 18 Miðvikudaginn 25. maí kl. 19 Miðvikudaginn 1. júní kl. 19 Skrifað af KGB 04.05.2011 20:51Tilkynning frá HRFÍOpnunartími fimmtudaginn 5. maí Opið er í síma og á skrifstofu HRFÍ frá kl. 10:00 - 17:00 fimmtudaginn 5. maí, föstudaginn 6. maí er skrifstofan aðeins opin frá kl. 9:00 - 13:00. Berist greiðsla ekki með skráningu telst skráningin ekki gild. Hægt er að greiða fyrir skráningu með kreditkorti í gegnum síma/e-maili eða koma við á skrifstofu félagsins. Félagið býður ekki upp á millifærslu í heimabanka á sýningargjöldunum. Skrifað af KGB 04.05.2011 11:28Hundasýning 4-5 júní 2011Minna á að síðasti skráningardagur á hundasýninguna HRFÍ 4-5 júni er Skrifað af KGB
|
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is