Færslur: 2025 Desember30.12.2025 17:05HRFÍ Topp 20 listi ræktenda árið 2025
Ice Tindra Team/ræktun átti hreint út sagt frábært sýningaár 2025
Með þennan ótrúlega frábæran hóp af fólki og hundum innan Ice Tindra Team þá tókst okkur að komast bæði með síðhærðu og snögghærðu
í Topp 20 á lista hjá HRFÍ, en það tókst engum öðrum en okkur að koma 2 afbrigðum í topp 20 lista árið 2025
Stigahæstu Ræktendur árið 2025
6. sæti Ice Tindra ræktun /Snögghærðir 51 stig
16-17.sæti Ice Tindra ræktun /Síðhærðir 40 stig
Þetta er bara hægt þegar maður hefur svona frábært Team og duglegt innan Ice Tindra og þið vitið hver þið eru
Erum við hrikalega stolt og þakklát ykkur fyrir að standa í þessu öllu með okkur, því án ykkar væri þetta ekki möguleiki
Þúsund þúsund þakkir og vá hvað okkur hlakkar til ársins 2026
Skrifað af KGB 08.12.2025 19:33Stigahæsti ræktandi árið 2025 hjá Schaferdeild HRFÍ
Ice Tindra ræktun Stigahæst árið 2025 Bara 99 stiga munur á 1 sæti og 2 sæti
Þessi árangur er algjörlega fyrir ótrúlegt og frábært sýninga team Ice Tindra sem við höfum. Þetta er Árangur okkar allra í Ice Tindra Team, er svo innilega stolt af ykkur öllum Þúsund þúsund þakkir fyrir allt The bigger the Dream, the more IMPORTANT the Team
Skrifað af KGB 06.12.2025 13:37Winter Wonderland og Ísland Winner sýning 29.nóv 2025
Winter Wonderland og Ísland Winner sýning HRFÍ 29.nóv 2025
Ice Tindra Team átti hreint út sagt frábæran dag
Við unnum með báða ræktunarhópana okkar í tegundunni
Ice Tindra ræktunarhópurinn snögghærði endaði sem
3.besti ræktunarhópur dagsins BIS-3
Þar sem við erum með svo ótrúlegan flottan hóp í Ice Tindra Team okkar þá var ekki lengi verið að redda 8 sýnendum til að fara í
BESTA ræktunarhóp dagsins.
Þúsund þakkir fyrir daginn og líka þeir sem komu og hjálpuðu, þið eru æði
Skrifað af KGB
|
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
||||||||||||
© 2026 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is