Færslur: 2014 Október

26.10.2014 19:24

ISTrCh Ice Tindra Aragon


Ice Tindra Aragon tók Sporapróf III í dag og

kláraði það með 92 stig af 100 mögulegum.

Og er hann því orðin Íslenskur Sporameistari og fær því titilinn ISTrCh.

Til að ná þessum titli þarf að ná 90 stigum í Spori I, Spori II og Spori III.

Það eru bara 2 hundar á íslandi komnir með þennan titill

Þetta spor sem Aragon þeytti í dag var eitt það erfiðasta sem ég hef lent í því það var svo hátt grasið, lúpina, kjarr og tré (sjá mynd sem tekin var þegar við vorum að byrja í sporaprófinu í dag, það sést varla í Aragon )
Gaman að segja frá því að í Spori III þarf að finna slóðina í 30x30 metra ramma og fær hundurinn 4 mín til að finna slóðina og á að rekja 1.200 metra slóð og finna 8 hluti og hundurinn þarf að klára að rekja slóðina á 30 mínútum.

Ice Tindra Aragon var innann við 2 mínútur að finna slóðina í rammanum og kláraði að rekja 1.200 metra slóðina á 24 mínútum.

Svo mikill snillingur og nú er bara að fara að æfa og taka næst Spor Elite

24.10.2014 10:37

Ice Tindra J-got 6.viknaIce Tindra J-got 6. vikna og senn líður að þau fari að heiman.
Verður gaman fyrir nýju eigendur að fá þessi krútt til sín.
Orðin svo dugleg og flott.

22.10.2014 10:08

Ice Tindra G-gotið 2 ára í dag

Flotta Ice Tindra G-gotið á afmæli í dag emoticon

2. ára í dag.
Til hamingju með daginn öll.

Ekkert smá stolt af ykkur öllum og
óska fjölskyldum til hamingju með þau.
Sjáumst hress.

14.10.2014 16:09

Nöfn á J-gotið


Krúttin komin með nöfn og urðu þessi nöfn
fyrir valinu að þessu sinni.


Ice Tindra Jewel
Ice Tindra Joss
Ice Tindra Jackie
Ice Tindra Joy
Ice Tindra Jazz
Ice Tindra Jackson
Ice Tindra Jessy
Ice Tindra Jay
Ice Tindra Jagger
Ice Tindra Jinx
12.10.2014 14:45

Ice Tindra J-got 5. vikna


Nú eru þessi krútt orðin 5. vikna og gengur mjög vel með þau.
Komnir með fullt að tönnum og farnir að borða sjálfir.

06.10.2014 22:48

Schafer hvolpar til söluIce Tindra ræktun
Ein tík síðhærð og ein rakki snögghærður ólofuð úr þessu flotta goti.

Flottir og fallegir hvolpar
Fæddir 6. sept 2014
4 tíkur og 6 rakkar

For: Ice Tindra Dixi og CIB NORD SE NO DK UCh DKW-09 NW-09 KBHW-09&10 SCHH3 BH AD Xen Av Quantos

Verð 190. þús.

Með hvolpinum fylgir:
Ættbók frá HRFÍ,
Örmerking og heilsufarsskoðun
Skráning í gagnagrunn hjá Dýraauðkenni.
Trygging til 1. árs hjá VÍS afnotamissis- sjúkra- og líftrygging
(vermæti á tryggingu um 20. þús)

Afhending í byrjun nóvember 2014

Uppl. Kristjana 895-6490
[email protected]
www.icetindra.is

Bjóðum upp á pössun fyrir hunda frá okkar ræktun.
Erum í Garðinum stutt að koma í heimsókn og skoða.

Frábærir og yndislegir heimilishundar.
Hvolparnir eru aldnir upp inn á heimili og verða því vanir öllum helstu umhverfishljóðum og fólki.
  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 20

atburður liðinn í

23 daga

Reykjavík Winner og NKU 9.júní

eftir

1 mánuð

25 daga

Deildarsýning Schaferdeildar

eftir

1 mánuð

4 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

18 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

13 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 14

atburður liðinn í

15 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 279
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 513
Gestir í gær: 35
Samtals flettingar: 742878
Samtals gestir: 59352
Tölur uppfærðar: 14.4.2024 06:55:05