Færslur: 2010 Maí

23.05.2010 14:09

Minna á aðalfund Hundaræktunarfélag Íslands

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands


Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 26. maí kl.20:00

Dagskrá:
1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna          skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil
6. Lagabreytingar
7. Kosning stjórnarmanna skv. 10.gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara
9. Kosning siðanefndar
10. Önnur mál

Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund.

13.05.2010 16:43

Schafer ganga 16 maí

Ganga klukkan 13:00 og sýningarþjálfun klukkan 14.30 næstkomandi sunnudag, 16. mai!

Sunnudaginn 16. mai næstkomandi ætlar Schäferdeildin að standa fyrir göngu og sýningarþjálfun.

Lagt verður af stað í gönguna klukkan 13.00 frá Morgunblaðshúsinu og gengið í nágreni Rauðavatns en þó ekki sömu leið og síðast enda bíður staðurinn upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir.

Við reiknum með að klára gönguna um klukkan 14.00 og þá geta þeir sem ætla að verða áfram til þess að fara í sýningarþjálfun sest niður og borðað nesti saman eða farið og komið svo aftur.

Klukkan 14.30 ætlum við að hafa sýningarþjálfun á bílastæðinu við Morgunblaðshúsið.
Það styttist óðum í sýninguna og skiptir þar máli að vera vel æfður:)

Þar sem deildin er að safna fyrir glæsilegum kynningarbæklingi um Schäfer sem við vonumst til að verði tilbúinn fyrir næstu sýning þá kostar sýningarþjálfunin 500 krónur á hund.

Við vonumst til að sjá sem flesta og ekki gleyma að taka með kúkapoka, ólar, tauma og auðvitað góða skapið!

Við vekjum athygli á að gangan og sýningarþjálfunin eru aðskilin, allir eru velkomnir í gönguna þó svo þeir ætli ekki í sýningarþjálfunina og öfugt!

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband :)

Með bestu kveðju,
fyrir hönd stjórnar,
Anna Francesca

09.05.2010 16:10

Sporanámskeið 9 maí


 Bryndís og Bravo að spora.

Vorum á Sporanámskeiði hjá Albert í Hundalíf, þar sem farið var
yfir næstu skref fyrir Spor II.
Þar sem það er stórt stökk á milli Spor I og Spor II
var frábært að fá þessa kennslu.

Mjög spennandi tímar framundan og mæta svo í próf í haust.

Áttu alveg frábæran dag með frábæru fólki, enda lék veðrið við okkur allan daginn og hundarnir svo duglegir.
 Takk fyrir okkur
Kristjana og Aragon

03.05.2010 23:17

Sýningaþjálfun fyrir 5-6 júni sýningu


Tekið af HRFÍ www.hrfi.is


Sýningarþjálfun á vegum Unglingadeildar fyrir sumarsýningu HRFÍ hefst 9. maí í Reiðhöll Fáks í Víðidal!

Sunnudagurinn 9. maí kl. 16:00-18:00
16:00-17:00 Ungir sýnendur
17:00-18:00 Almennir sýnendur

Sunnudagurinn 16. maí kl 16:00-20:00
16:00-17:00 Ungir sýnendur
17:00-18:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
18:00-19:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 23. maí kl 16:00-20:00
16:00-17:00 Ungir sýnendur
17:00-18:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
18:00-19:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 30. maí kl 16:00-20:00
16:00-17:00 Ungir sýnendur
17:00-18:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
18:00-19:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10

Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis.

Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.

Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur!


  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 19

atburður liðinn í

14 daga

Alþjóðleg HRFÍ 28-29.sept

eftir

18 daga

NKU -Winter Wonderland 23 nóv

eftir

2 mánuði

13 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

5 mánuði

14 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

5 mánuði

9 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 19

atburður liðinn í

7 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

5 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 1090
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 2308
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1007498
Samtals gestir: 82962
Tölur uppfærðar: 10.9.2024 09:45:27