Færslur: 2016 Júní

29.06.2016 15:21

Væntaleg Ice Tindra got í júlí 2016


Nú fer að styttast í að litlu gormarnir fara að koma í heiminn um miðjan Júlí 2016
Stækka þær báðar mikið þessa daga Flame og Gordjoss, því lítur út fyrir mikið hvolpafjör í sumar hjá okkur.

Þeir sem hafa áhuga fyrir að fá sér hvolp undan þessum frábærum foreldrum sem hafa allt það sem allir óska sér,
heilbrigði, vinnueðli og frábært geðslag. 
For: NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL1 Giro av Røstadgården og ISShCh Ice Tindra Gordjoss    
For:NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL1 Giro av Røstadgården og
Ice Tindra Flame    

Hafið samband við Kristjönu sími 895-6490 eða netfang [email protected].


Ice Tindra Flame -  NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL1 Giro av Røstadgården -ISShCh Ice Tindra Gordjoss    


27.06.2016 07:30

Ice Tindra H-got 3.ára



Ice Tindra H-got
Yndislegu hundarnir úr H-gotinu eiga afmæli í dag

Þau eru 3 ára í dag.
Til hamingju með daginn öll. 
Ekkert smá stolt af ykkur öllum og
óska eigendum til hamingju með þau.

20.06.2016 18:12

Got í júlí 2016


Ice Tindra ræktun :)
Þá er það staðfest, von á hvolpum um miðjan júlí 2016 undan gullfallega meistaranum NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL1 Giro av Røstadgården og yndislegu og frábæru Ice Tindra Flame.
 Ice Tindra Flame varð 4.besta tík á síðustu sýningu HRFÍ

Erum rosalega spennt að sjá þessa gullmola.


18.06.2016 18:39

Næsta got hjá Ice Tindra ræktun


Ice Tindra ræktun
Þá er það staðfest, von er á hvolpum undan fallegu og frábærum meisturum um miðjan júlí 2016. For: NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL1
Giro av Røstadgården og ISShCh ICE Tindra Gordjoss.
ISShCh Ice Tindra Gordjoss var besta tík og einig besti hundur tegundar á síðustu sýningu hjá HRFÍ.
Erum rosalega spennt að sjá þessa gullmola.



Upplýsingar gefur Kristjana í síma 895-6490 eða netfang [email protected]


12.06.2016 17:34

Ice Tindra æfingaferð júní 2016

Æfingaferð júní 2016

Tókum okkur saman og fórum í 3 daga æfingaferð vestur til þeirra Þórhildar og Brynhildar, sem sáu um að hjálpa til við æfingar og fl. Stóðu þær sig frábærlega og ómetanlegt að hafa þær í svona æfingaferðum og þessa aðstoð fyrir byrjendur og lengra komna.
Hægt var að vera 1 til 3 daga flestir voru 3 daga.

Þórhildur er búin að gera sér frábært svæði þarna fyrir vestan með hundafimibraut með öllu tilheyrandi.
Svo gaman að sjá framfarir hjá öllum eftir dagana og tala ekki um samveruna með fólki sem hefur áhuga á hundum og æfingum með hundinum sínum.
Svo gisti hópurinn á tjaldstæðinu á Eldborg og tók ég stóra tjaldið mitt með og þar sátum við og grilluðum, spjölluðum og sungum saman.

Allir mjög ánægðir með ferðina og töluðu allir um að fá Klippikort hjá þeim Þórhildi og Brynhildi fyrir komandi ár.

Verður þetta vonandi árlegur viðburður hjá okkur í
emoticon

Þúsund þakkir fyrir frábæra daga allir, mjög flottur hópur.

Hér koma nokkar myndir sem við tókum, en flestar tók Þórhildur hjá Hundalíf.



12.06.2016 14:30

Ice Tindra Ganga 12. júní 2016


Ice Tindra ganga 12. júní 2016

Hittumst í Hafnarfirði og tókum hring með fram sjónum.
Komu bæði ungir sem og eldri bæði hundar og menn.
Takk fyrir samveruna í dag.


03.06.2016 14:19

NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL1 Giro av Røstadgården


Frábærar fréttir, ótrúlegt en satt en nú er
 NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL1 Giro av Røstadgården orðin okkar hér hjá Ice Tindra ræktun. Erum ekki enn komin niður á jörðina eða valla að trúa því að við eigum þennan stórglæsilega og frábæran hund.

Sem er búin að sanna sig í öllu bæði vinnu, sýningum og ræktun.

Þúsund þakkir elsku Øyvind og Nina fyrir allt.




  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

1 mánuð

1 dag

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

3 mánuði

22 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

2 mánuði

18 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

eftir

14 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

3 mánuði

9 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

8 mánuði

13 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

18 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 494
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 1404
Gestir í gær: 53
Samtals flettingar: 1190888
Samtals gestir: 91870
Tölur uppfærðar: 14.12.2024 02:01:21