Færslur: 2010 Mars

30.03.2010 16:08

Páskaganga Schaferdeildar

Frá Schaferdeildinni

Páskaganga Schäfer deildarinnar

Næstkomandi laugardag, 3 apríl ætlum við að gera okkur glaðan dag og  
ganga saman í umhverfi Rauðavatns. Lagt verður af stað frá  
Morgunblaðshúsinu klukkan 13.00 og allir eru velkomnir.

Minnum ykkur á að taka kúkapoka með og auðvitað ólar á hundana.
Kveðja Stjórnin

24.03.2010 13:00

Fyrirlestur um hunda til styrktar Dýrahjálpar Íslands

Tekið af www.hrfi.is

Fréttir

24.3.2010 10:35:17
Fyrirlestur um hunda til styrktar Dýrahjálpar Íslands

Þriðjudagskvöldið 30.mars munu dýralæknarnir Freyja Kristinsdóttir og Sif Traustadóttir halda fyrirlestur um hundaþjálfun og hundaatferli.

Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og hundaþjálfari, mun fjalla um mismunandi aðferðir í hundaþjálfun, þar á meðal klikkerþjálfun.

Sif Trausadóttir, dýralæknir og dýraatferlisfræðingur, mun fjalla um atferlisvandamál hjá hundum.

Fyrirlesturinn verður haldinn klukkan 20:00, þann 30.mars í Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík (gengið er inn um aðalinngang). Fyrirlestrinum er lokið um kl. 21:30 og verður þá tími til að svara spurningum. Aðgangseyrir er 1000 kr (ath. eingöngu tekið við staðgreiðslu, þ.e. engin kort) og rennur ágóðinn til styrktar Dýrahjálpar Íslands.


16.03.2010 21:25

Schafer hvolpar 1 mánaða

1 mánaða í dag, já þetta er sko fljótt að líða.
Farnir að hlaupa um og hoppa og skoppa um allt.
Þyngjast og stækka á hverjum degi.

Cruiser, Captain og Crystal
Var að setja inn nýjar myndir
emoticon 

09.03.2010 22:15

Schafer hvolpar 3 vikna

Nú eru þau orðin 3 vikna búið að vera mikil breyting á þeim á 1 viku og öll mjög spræk. Eru að fá tennur bæði í efri og neðri góm. Koma með dinglandi skott þegar maður tala við þau og labba út um allt.
Bara æðisleg og dugleg.
Nýjar myndiremoticon
 

07.03.2010 09:21

Aðalfundur Vinnuhundadeildar 13 mars 2010

 Tekið af http://www.vinnuhundadeild.is/fre4.php


Aðalfundur Vinnuhundadeildar verður haldinn í húsnæði HRFÍ Síðumúla
laugardaginn 13. mars kl 16.

Dagskrá:

1 Skýrsla stjórnar

2.Dagskrá 2010

3 Kosning í stjórn

 Óskað er eftir tveim framboðum í stjórn deildarinnar til tveggja ára. Þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum hafa þeir, sem eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn, og sem tekið hafa þátt í vinnuprófum HRFÍ eða félagi viðurkenndu af HRFÍ. 

Stjórnin.

04.03.2010 23:27

Nýjar myndir

Komnar nýjar myndir af Three Amigosemoticon
í myndaalbúmiðemoticon


  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 19

atburður liðinn í

14 daga

Alþjóðleg HRFÍ 28-29.sept

eftir

18 daga

NKU -Winter Wonderland 23 nóv

eftir

2 mánuði

13 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

5 mánuði

14 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

5 mánuði

9 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 19

atburður liðinn í

7 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

5 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 1144
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 2308
Gestir í gær: 48
Samtals flettingar: 1007552
Samtals gestir: 82962
Tölur uppfærðar: 10.9.2024 10:28:36