13.05.2010 16:43

Schafer ganga 16 maí

Ganga klukkan 13:00 og sýningarþjálfun klukkan 14.30 næstkomandi sunnudag, 16. mai!

Sunnudaginn 16. mai næstkomandi ætlar Schäferdeildin að standa fyrir göngu og sýningarþjálfun.

Lagt verður af stað í gönguna klukkan 13.00 frá Morgunblaðshúsinu og gengið í nágreni Rauðavatns en þó ekki sömu leið og síðast enda bíður staðurinn upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir.

Við reiknum með að klára gönguna um klukkan 14.00 og þá geta þeir sem ætla að verða áfram til þess að fara í sýningarþjálfun sest niður og borðað nesti saman eða farið og komið svo aftur.

Klukkan 14.30 ætlum við að hafa sýningarþjálfun á bílastæðinu við Morgunblaðshúsið.
Það styttist óðum í sýninguna og skiptir þar máli að vera vel æfður:)

Þar sem deildin er að safna fyrir glæsilegum kynningarbæklingi um Schäfer sem við vonumst til að verði tilbúinn fyrir næstu sýning þá kostar sýningarþjálfunin 500 krónur á hund.

Við vonumst til að sjá sem flesta og ekki gleyma að taka með kúkapoka, ólar, tauma og auðvitað góða skapið!

Við vekjum athygli á að gangan og sýningarþjálfunin eru aðskilin, allir eru velkomnir í gönguna þó svo þeir ætli ekki í sýningarþjálfunina og öfugt!

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband :)

Með bestu kveðju,
fyrir hönd stjórnar,
Anna Francesca

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

8 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

2 mánuði

29 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

1 mánuð

25 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

atburður liðinn í

10 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

4 mánuði

2 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

9 mánuði

6 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

9 mánuði

11 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 165
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 769
Gestir í gær: 14
Samtals flettingar: 1225224
Samtals gestir: 92955
Tölur uppfærðar: 7.1.2025 04:45:29