Tekið af Schaferdeildar síðunni
05.01.2011
Nýársganga!
Við förum öflug af stað í nýja árið og vonumst til þess að sem flestir sjái sér fært um að koma í nýársgöngu Schäferdeildarinnar næstkomandi laugardag 8. janúar.
Við ætlum að hittast stundvíslega klukkan 13.30 á bílaplani Ásláks í Mosfellsbæ og göngum út að og með Varmánni.
Þetta er fallegt og skemmtilegt svæði sem gaman er að ganga um.
Mætum öll, vel klædd, vopnuð skítapokum og eigum skemmtilega stund saman :)
Sjáumst á laugardaginn!