10.01.2011 09:03Skráning á næstu sýningu síðasti skráningadagur 28 jan 2011Tímabundin breyting á skráningu Alþjóðlega hundasýningu HRFÍ 26. - 27. febrúar 2011 Vegna aukinna öryggiskrafna frá kreditkortafyrirtækjum getum við því miður ekki tekið við greiðslukortaupplýsingum á vef félagsins eins og gert hefur verið undanfarin ár. Hundaræktarfélagið er að láta búa til skráningarvef sem stenst kröfur kreditkortafyrirtækjanna en hann verður því miður ekki tilbúinn fyrir næstu sýningu. Félagið hefur því ákveðið að taka á móti skráningum í gegnum síma þar sem félagsmenn geta greitt með kreditkorti, ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka. Vegna ofangreindra breytinga verður síminn á skrifstofu HRFÍ opinn frá kl.10:00-17:00 alla daga fram að síðasta skráningadegi. Síðasta skráningardaginn, föstudaginn 28. janúar verður síminn opinn frá kl.9:00-13:00. Félagsmenn geta eins og venjulega skráð á sýninguna á opnunartíma skrifstofu. Til að forðast óþarfa bið í síma eru félagsmenn hvattir til að skrá á sýninguna sem fyrst. Breytingin mun hafa í för með sér að tafir geta orðið á almennum störfum á skrifstofunni og eru félagsmenn beðnir að sýna biðlund á meðan þetta ástand varir. Skráning í unga sýnendur fyrir börn á aldrinum 10-13 ára og 14-17 ára er í gegnum: [email protected] Skrifað af KGB |
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is