| 
 
 
 Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðan:
 
 Sýningarþjálfun Unglingadeildarinnar hefst sunnudaginn 30. janúar í Reiðhöllinni í Víðidal! Athugið vel tímana því þeir eru örlítið breytilegir.
 30. janúar 14.00 - Ungir sýnendur
 15.00 - Almennir sýnendur
 6. febrúar 16.00 - Ungir sýnendur
 17.00 - Almennir sýnendur, stórir hundar
 18.00 - Almennir sýnendur, litlir hundar
 13. febrúar 16.00 - Ungir sýnendur
 17.00 - Almennir sýnendur, Grúbbur 1,2,4,6
 18.00 - Almennir sýnendur, Grúbbur 3,5,9
 19.00 - Almennir sýnendur, Grúbbur 7,8,10
 20. febrúar ATH: ÓLJÓST!
 Veistu ekki tegundarhóp(grúbbu) þinnar tegundar?  http://www.hrfi.is/Default.asp?page=294
 Mikilvægt er að fólk taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi/dót fyrir hundinn
 Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.  
 Athugið að mikilvægt er að mætt sé á  réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á  tilsettum tíma.
 Hlökkum til að sjá ykkur!Stjórn Unglingadeildar
 
 
 |