Stórhundadagar Garðheima helgina 19.-20. mars 2011Um næstu helgi verða Stórhundadagar í Garðheimum. Schaferdeildin verður með bás þar eins og fyrri ár og óskum við eftir áhugasömum eigendum og hundum til þess að kynna tegundina. Um er að ræða viðveru í eina til tvær klukkustundir en dagskráin er frá kl 12 - 17 bæði laugardag og sunnudag.Endilega hafið samband við deildina með því að senda póst [email protected] ef þið hafið áhuga á að vera með.