17.05.2011 10:13

Deildarsýning Schaferdeildar


Tekið af Schaferdeildarsíðunni, meiri upplýsingar:

http://schaferdeildin.weebly.com/deildarsyacutening-2011.html

emoticon 


Tekið af www.hrfi.is
17.5.2011 09:37:29
Deildarsýning Schäferdeildar


Opið er fyrir skráningu á Deildarsýningu Schäferdeildarinnar sem haldin verður þann 16. júlí næstkomandi. Dómari sýningarinnar er sænski dómarinn Fredrik Steen.
Hann sérhæfir sig sem dómari á Schäfer og hefur FCI réttindi til að dæma tegundahóp 1.

Sýningin verður haldin í Guðmundarlundi, Kópavogi, sem er fallegt gróið landssvæði í eigu Skógræktar Kópavogs og hefur uppá að bjóða alla aðstöðu.

Schäferdeildin hefur ekki haldið deildarsýningu síðan 1988, en það var árið sem deildin var stofnuð. Verður því mikið lagt upp úr að gera þessa sem glæsilegasta.
Sú nýjung verður tekin upp á sýningunni að einnig verður valinn Besti ungliði sýningar og viljum við því benda fólki á að aðeins þeir hundar sem skráðir eru í ungliðaflokk keppa um besta ungliða sýningar.

Skráning á sýninguna fer fram á skrifstofu Hundaræktarfélags Íslands, í síma 588-5255.  Greiðsla verður að fylgja skráningu, ekki er boðið upp á millifærslur í heimabanka.
Skráningarfresti lýkur þann 8. júní næstkomandi.






Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 12

atburður liðinn í

24 daga

Ice Tindra ganga

atburður liðinn í

17 daga

NKU/ Winter Wonderland sýning 29.nóv 2025

eftir

1 mánuð

21 daga

Alþjóðlegsýning HRFÍ 5.okt 2025

atburður liðinn í

3 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

2 ár

1 mánuð

3 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

6 ár

6 mánuði

7 daga

DNA-test

atburður liðinn í

4 ár

6 mánuði

12 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 2832
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2849
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1928652
Samtals gestir: 110251
Tölur uppfærðar: 8.10.2025 21:42:43