05.07.2013 15:17

Ótitlað

30.06.2013

Dagskrá 25 ára afmælishátíðar Schaferdeildarinnar

Næsta helgi verður stútfull af skemmtilegheitum fyrir áhugafólk um tegundina. Dagskráin hefst laugardaginn 6. júlí með afmælissýningu deildarinnar í Guðmundarlundi. Fyrsti hundur fer í dóm hjá Karl Otto Ojala schäferdómara frá Noregi kl.10:00 stundvíslega. Sýninganúmer verða afhent á staðnum (í veitingasölutjaldi) og eru sýniendur beðnir að mæta tímanlega til að fá sýninganúmer og gera sig tilbúina þannig að allt gangi smurt fyrir sig. Veitingasala verður á staðnum og verður selt kaffi, kaldar samlokur, gos og sætindi. Allir að taka með sér reiðufé því engin posi verður á staðnum. Enginn aðgangseyrir er inn á svæðið allir velkomnir til að sjá flotta hunda og hvetja sitt fólk 

Afmælispartý deildarinnar verður haldið að kvöldi sama dags í Hestamiðstöðinni í Víðidal (litla húsið fyrir neðan Reiðhöllina). Grillmeistarar koma og  grilla ofan í okkur ljúfengan grillmat með öllu tilheyrandi. Engir drykkir verða í boði og er gestum velkomið að hafa með sér drykkjarföng að eigin vali til að skála fyrir árangri dagsins. Húsið opnar kl.19:00 og matur verður borinn fram kl. 20:00. Við munum svo skemmta okkur saman fram á kvöld. Miðinn kostar 4.000 krónur pr. mann og er hægt að skrá sig hér. Matseðillinn verður birtur um leið og hann berst.

Sporapróf verður haldið á sunnudeginum 7. júlí kl. 12:00. Prófað verður í spori I, II og III. Dómari verður Karl Otto Ojala frá Noregi. Staðsetning auglýst síðar. Áhorfendur velkomnir.

Sækja dagskrá sýningar hér.
dagskr_sningar_breytt.pdf
Download File

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 12

atburður liðinn í

24 daga

Ice Tindra ganga

atburður liðinn í

17 daga

NKU/ Winter Wonderland sýning 29.nóv 2025

eftir

1 mánuð

21 daga

Alþjóðlegsýning HRFÍ 5.okt 2025

atburður liðinn í

3 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

2 ár

1 mánuð

3 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

6 ár

6 mánuði

7 daga

DNA-test

atburður liðinn í

4 ár

6 mánuði

12 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 2832
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 2849
Gestir í gær: 27
Samtals flettingar: 1928652
Samtals gestir: 110251
Tölur uppfærðar: 8.10.2025 21:42:43