Færslur: 2008 Október23.10.2008 22:388 Mán kríliNú eru Aragon og Zorró orðnir 8 mán kríli eða þannig báðir orðnir stærri en mamma sín. Bara flottir Til hamingju með það strákar Skrifað af KGB 23.10.2008 22:33Dráttahunda námskeið /við með í þvíEkkert smá spennandi námskeið í boði, við erum að fara á þetta. Gaman að gera eitthvað nýtt með hundunum sínum. Allir sem hafa tök á því að skrá sig. Skrifað af KGB 23.10.2008 22:29Dráttarhunda námskeiðHér er hægt að sjá allt um þetta. Dráttarhunda námskeið á vegum Spítzhundadeildar HRFÍ Dráttarhunda námskeið á vegum Spítzhundadeildar HRFÍ Jæja þá er komið að því að starta þessu frábæra sporti hér á Klakanum! Og því höfum við fengið til liðs við okkur 2 bestu leiðbeinedurnar hér á Íslandi, þá feðga Aron og Einar frá Hofsnesi í Öræfum. Á námskeiðinu verður farið í grunn undirstöðu atriði fyrir þjálfun dráttarhunda, og misjafnar greinar innan dráttarsportsins. ss. Bike-jöring, Ski-jörng, hiking með hunda, línuskauta með hunda, sleða sportið og í raun hvað sem þú vilt nota hundinn þinn í að draga. Námskeiðsgestir fá einnig kennslu í því að gera tauma og lykkjur til að nota við sportið. Einar fjallaleiðsögumaður verður einnig með fyrirlestur um fjallgöngur með hunda og mun kynna fyrir okkur sérstaka ferð sem verður farin næsta sumar uppá Hvannadalshnjúk sérsniðin fyrir hundafólk. Eftir áramót er svo áætlað að halda sérstakan Bláfjalladag þar sem við munum halda sleðakeppni og ski-jöring. Spítzhundadeildin mun þá vera með kynnigu á sleðahundum og margt fleira skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna. Námskeiðið kostar aðeins 5.500 krónur og mun vara allan daginn, bæði bóklegt og verklegt. Á námskeiðinu verða einnig kynnt ný íslensk dráttarbeisli og gefst kostur á því að láta mæla hundinn sinn og pannta eftir máli. Nánari dagskrá og tími verða gefinn upp síðar fyrir þá sem skrá sig. Skrifað af KGB 23.10.2008 22:24Fyrirlestur á laugardaginnFyrirlestur Sofiu Malm um "Ræktun með tilliti til bættrar heilsu - áhersla á veikleika í liðum" verður laugardaginn 25. október n.k. á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, 2. hæð frá kl. 9:30-16:00. Fyrirlesturinn verður á ensku. Hámarksþátttaka er 50 manns. Þátttakendur þurfa að sjálfir að koma með nesti og drykki. Aðgangseyrir er kr. 1000 , greiðsla verður að fylgja skráningu. Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða www.hrfi.is. Síðasti skráningadagur er föstudaginn 24. október fyrir lokun skrifstofu Skrifað af KGB
|
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is