Færslur: 2010 Janúar28.01.2010 20:05Ganga hjá Schafer deildTekið af http://www.123.is/schafer28.1.2010 GöngugarparJæja þá er komið að fyrstu göngu 2010 hjá göngugörpum. Gangan verður kl 1400 á Sunnudaginn 31 janúar. Ætlum við að hittast hjá MBL húsinu hjá Rauðavatni ( sjá meðfylgjandi kort ) Og ganga eitthvað þaðan í austurátt. Þetta verður ca. 1 klukkustund. Og spáin er góð. Fyrstu min. verða allir í taum svo sleppum við hópnum lausum. Ef einhver hefur verið leiðinlegur þá hefur hann verið settur í taum. Og jafnvel síðan síðar leyft að fá að losna gegn loforði um góða hegðun J Þetta fyrirkomulag hefur reynst afar vel. Allir eru velkomnir með hunda eða hundlausir og ég minni ykkur á að tegund hunda skiptir ekki máli. Munið eftir skítapokum. Þið getið sent mér línu á netfangið [email protected] eða hringt í síma 897 5255 ef ykkur vantar frekari upplýsingar. Kveðja, Steinar Smári og Hector. Skrifað af KGB 27.01.2010 13:20Hlýðniæfingar
Á vegum Vinnuhundadeildar er fyrirhugað að bjóða upp á hlýðniæfingar fyrir hunda og eigendur þeirra öll mánudagskvöld kl 20. Enginn þjálfari verður á staðnum en ávallt mun verða fulltrúi frá Vinnuhundadeild sem stýrir æfingunni. Gert er ráð fyrir að þátttakendur styðji hvern annan, æfi í hópum og sem einstaklingar. Sérstaklega verða teknar æfingar fyrir hlýðnipróf deildarinnar. Æfingarnar verða á bílaplani við Bifreiðaskoðun Frumherja upp á Höfða - Járnhálsi, hægt er að fara inn í bílageymslu við Lyngháls ef veður er vont
Hlökkum til að sjá sem flesta Stjórnin. Skrifað af KGB 24.01.2010 13:02Sýningarþjálfun f/næstu sýningu 27-28 feb 2010Tekið af www.hrfi.is Sýningarþjálfun
Skrifað af KGB 23.01.2010 11:51Væntanlegt got feb 2010Væntanlegt gotBúið að para Söshu og Kolgrímu Blade Hólm (Fowler). Skrifað af KGB 08.01.2010 19:00Fyrirlestur um atferli hundaTekið af H.R.F.Í síðunni www.hrfi.is 8.1.2010 12:01:31 Fyrirlestur um atferli hunda með áherslu á hegðunargalla. Laugardaginn 6. febrúar, kl. 13:00 í húsnæði H.R.F.Í., Síðumúla 15, mun Björn S. Árnason atferlisfræðingur halda fyrirlestur um atferli hunda með áherslu á hegðunargalla. Fyrirlesturinn mun standa í ca. klukkutíma og að honum loknum mun Björn svara spurningum úr sal. Skrifað af KGB
|
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is