Færslur: 2011 Apríl

29.04.2011 15:34

Nýtt inn á schaferdeildarsíðunni

29.04.2011
Áríðandi tilkynningar

Picture
Opinn deildarfundur Schäferdeildarinnar
Deildarfundurinn verður á mánudaginn næsta, 2. maí kl 20, á skrifstofu HRFÍ að Síðumúla 17. Rætt verður um fyrirhugaða deildarsýningu Schäferdeildarinnar í sumar og skipulag hennar. Sýning sem þessi krefst mikils undirbúnings og margt sem þarf að huga að. Því hvetjum við alla til þess að koma á fundinn. Kaffi og með því í boði.

Hundasýning HRFÍ helgina 4.-5. júní
Skráningarfrestur rennur út 6. maí.

Deildarsýning Schäferdeildarinnar laugardaginn 16. júlí
Skráningarfrestur rennur út 8. júní.
Dómari verður Fredrik Steen sem er sérhæfður Schäferdómari.

Á báðum sýningum er möguleiki á íslensku meistarastigi og báðar sýningar telja til stigahæsta hunds Schäferdeildarinnar.

Póstlisti deildarinnar
Stjórn hefur ákveðið að draga úr póstsendingum á póstlistanum. Framvegis verða aðeins sendar út auglýsingar um viðburði og mikilvægar tilkynningar til deildarmeðlima.

Við minnum á að hægt er að lesa fundargerðir stjórnar en þær eru staðsettar undir hnappnum "Deildin" hér til vinstri. Ef meðlimir hafa einhverjar spurningar, athugasemdir eða ábendingar þá hvetjum við ykkur til þess að hafa samband.

Sporaæfing deildarinnar
Næsta æfing verður haldin á sunnudaginn næsta, 1. maí. Mæting á bílastæðið fyrir aftan Olís við Norðlingaholt kl hálf 2. Sturla mun sjá um æfinguna, síminn hjá honum er 868-6264.

Bestu kveðjur,
stjórn Schäferdeildarinnar

25.04.2011 20:30

Fundur hjá Schaferdeild 2. maí

Tekið af Schaferdeildrar http://schaferdeildin.weebly.com/

19.04.2011

Schäfersýning í sumar

Fyrsta deildarsýning Schäferdeildarinnar síðan 1988 verður haldin þann 16. júlí næstkomandi. Dómari sýningarinnar er sænski dómarinn Fredrik Steen. Hann sérhæfir sig sem dómari á Schäfer og hefur FCI réttindi til að dæma tegundahóp 1.

Mánudaginn 2. maí kl. 20 verður haldinn deildarfundur á skrifstofu félagsins vegna deildarsýningarinnar. Vonumst til að sjá sem flesta á fundinum.

Kveðja,
stjórn Schäferdeildarinnar

10.04.2011 09:57

D-got 2011



D-got 8 vikna

Nú eru allir hvolparnir komnir með frábær heimili og eigendur, óska ég öllum til hamingju með hvolpana sína.
Það verður sko fjör hjá nýju hvolpaeigendum næstu mánuði og gaman verður að fylgjast með hvolpunum í framtíðinni emoticon
 Gangi ykkur öllum vel
emoticon 

02.04.2011 08:51

D-got 8 vikna


Búin að setja inn nokkrar myndir af hvolpunum
 þar sem þeir sofnuðu úti.
emoticon 

  • 1

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

24 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

3 mánuði

14 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

2 mánuði

10 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

eftir

6 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

3 mánuði

17 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

8 mánuði

21 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

26 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 1135
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 2337
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1204414
Samtals gestir: 92306
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 06:06:15