Færslur: 2017 Febrúar16.02.2017 11:49Ice Tindra A-got 9.áraYndislegu hundarnir úr fyrsta gotinu okkar Þeir Ice Tindra Aragon og Ice Tindra Akkiles eiga 9. ára afmæli í dag 16.feb 2017
óska eigendum til hamingju með þá. Báðir við hestaheilsu og í fullu fjöri. ***************************************** Ice Tindra Akkiles Ice Tindra Akkiles fer enn á fjöll með eigandanum sínum að veiða og alltaf til í leik og fjör. Með frábært geðslag og yndislegur hundur á alla hátt, sem eigandi er mjög stoltur að eiga. Akkiles á roslega góðan vin hann Einar Már, sjá þessa æðislegu mynd af þeim góðu félögum. Kæri Frímann og fjölskylda innilega til hamingju með hann og gefið honum stórt knús frá okkur. Ice Tindra Akkiles ***************************************************** ISTrCh Ice Tindra Aragon Ice Tindra Aragon er yndislegur hundur á allan hátt og er sá hundur sem hittir hvern í hjarta stað. Erum ótrúlega þakkláta að hafa eignast hann og eins og Line sagði við mig þegar Aragon var einungis 8.mán og við vorum saman á námskeiði hjá henni. Að þetta væri hundur sem hverjum dreymir um að eiga og maður eignast bara 1 sinni á ævinni. ÉG trúið henni ekki alveg þá en geri það í dag Við Aragon erum búin að gera margt saman vera æfa fyrir sýningar, hlýðni og spor. Aragon fór í skapgerðamat og prófdómarinn kom og sagði við mig að það væri einstakt samband á milli míns og Aragons, og prófdómarinn sagðist aldrei hafa séð rakka fara í gegnum brautina á þess að merkja. Gaman að segja frá því að Aragon er íslenskur Sporameistari og eru einugis 2 hundar á íslandi sem eru búnir að ljúka því. Og Aragon er eini hundurinn á íslandi sem hefur reynt við Elite spor en það er 1.500 metra langt en því miður fann ekki nógu marga hluti til að ná einnkunn en við reynum bara við næsta próf :) Í einum af okkar yndislegum Vesturfara æfingabúðunum sem við Aragon vorum í þá biður Þórhildur mig um að fara í lóðahópinn (var alltaf einn hópur með tíkum sem voru að lóða :) ) Og ég man að ég var smá hissa yfir því, því að ég væri með rakka. Ég er alltaf tilbúin að reyna og takast á við nýja hluti og prófa. Við Aragon fórum og tókumst á við þetta verkefni, hann var smá upptekin af lyktinni til að byrja með en svo hafði það enga áhrif á hann. Æfðum við í hóp með 4-5 lóðatíkum :) Þórhildur sagði við mig að þetta væri eini hundurinn á svæði sem gæti þetta. Aragon hefur hjálpað okkur og tíkunum sem hafa verið með got hjá okkur mikið við uppeldi á hvolpunum, leikur við þá, þrífur þá hátt og lágt og líka það sem kemur frá þeim fljótandi og í föstu formi, kennir þeim margt. Ef hann gæti myndi hann gefa þeim að drekka af spena. Það er sko mikil hjálp fyrir tíkurnar að hafa hann. Og er hann alltaf jafn spenntur að komast í hvolpana að smakka á þeim eins og við segjum oft :) það er að sleikja þá. Eitt sem Aragon gerir oft er að fara á milli fóta á fólki og stoppar og þá er eins og fólk sé komið á hestbak, og bíður eftir klappi. Svo gaman að sjá svipinn á fólkinu þegar hann gerir þetta í fyrsta skipti við það. Þetta er mikið vinamerki hjá Aragoni. Hefur hann gert þetta við Begga okkar í mörg mörg ár nánast á hverjum degi. ************************************************ Ótrúlegt að þessir Höfðingjar eru ornir 9. ára en Aragon gengur oft undir því gælunafni á okkar heimili Höfðinginn sem og hann er. Rosalega stolt af þeim
Skrifað af KGB 16.02.2017 00:10Ice Tindra C-got 7.áraYndislegu hundarnir úr Ice Tindra C-gotinu eiga afmæli í dag óska eigendum til hamingju með þau. Skrifað af KGB 07.02.2017 21:13Týndur hundurTýndur hundur! Á ÞETTA VIRKILEGA AÐ SNÚAST UM MERKTA HÁLSÓL????? Í þessu blessaða viðtali inn á RUV fer Guðmundur að láta þetta snúast um merkta hálsól !!
Þessi umræddi hundur er skráður í gagnagrunninn og allar upplýsingar um
eiganda til staðar í gagnagrunni; heimilisfang, heimasími, farsími og
netfang. Það tók starfsmann hundaeftirlitsins 16 klukkutíma að láta
eigandann vita!!! Því hann sagðist ekki geta komist í gagnagrunninn
eftir kl 16 á daginn því þá væri skrifstofunni hans læst og að hann
kæmist bara í gagnagrunninn á sinni skrifstofu. Því, sem
ræktandi, borgar maður með glöðu geði þetta gjald fyrir skráningu í
þennan gagnagrunni til að komast hjá þessari vanlíðan og ótta sem verður
þegar hundurinn manns týnist, sem getur komið fyrir á bestu bæjum að
hann týnist. Tala ekki um að leita og leita í fleiri, fleiri klukkutíma. ÞESSU VERKLAGI ÞARF AÐ BREYTA. Sjá greinar um þetta mál inn á Hundalífspóstinum og RUV. http://www.hundalifspostur.is/2017/02/07/vefsida-ruv-fjallar-um-handsomun-hvolps/ http://www.ruv.is/frett/leitudu-hunds-sem-var-hja-heilbrigdiseftirliti http://www.hundalifspostur.is/2017/02/06/ef-ekki-naest-i-umradamann-skal/ Skrifað af KGB 03.02.2017 18:02Ice Tindra ganga og spor á morgunMinna á gönguna kl 12og sporaæfinguna kl 13 á morgun Skrifað af KGB 03.02.2017 16:27Ice Tindra D-got 6. ára í dagYndislegu hundarnir úr Ice Tindra D-gotinu eiga afmæli í dag Þau eru 6. ára í dag 3.feb 2017 Til hamingju með daginn öll. Ekkert smá stolt af ykkur öllum og óska eigendum til hamingju með þau. Skrifað af KGB 02.02.2017 11:30Ice Tindra B-got 8. ára í dagYndislegu hundarnir úr B-gotinu eiga afmæli í dag Skrifað af KGB
|
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2024 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is