21.03.2017 16:43

ISShCh Ice Tindra Joss


ISShCh Ice Tindra Joss
Komin staðfesting á að Ice Tindra Joss er orðin
Íslenskur Sýningarmeistari.
Þessi unga tík er búin að gera það rosalega gott á sýningu hjá HRFÍ, búin að fá 8 íslensk meistarastig frá  10. mánaða aldri og að auki komin með 2 Alþjóðlegstig CACIB, 1 vara-alþjóðlegtstig V-CACIB og 1 Norðurljósastig NLM
 ISShCh Ice Tindra Joss er rétt að verða 2 1/2 árs gömul og er þetta glæsilegur árangur hjá svona ungri tík.
 




Mynd frá 4.mars 2017 þar sem systkynin Ice Tindra Jazz og Ice Tindra Joss urðu
besti rakki BOB og besta tík BOS.

20.03.2017 10:16

Ice Tindra ganga 26.mars 2017

Næsta Ice Tindra ganga 26.mars kl 12

Ganga í kringum Rauðavatn

Hittumst við Morgunblaðshúsið sem er á Hádegismóum 2

https://ja.is/kort/?type=map&x=364790&y=404115&z=11&page=1&q=H%C3%A1degism%C3%B3um%202



08.03.2017 13:07

Sýning 3 og 4 mars 2017

Laugardagur 04-03-2017 Víðidalur.
Dómari: Johnny Andersson frá Svíþjóð

Síðhærðir
Opin flokkur rakkar
Ice Tindra Jazz- EX- Meistarefni 1.sæti- Besti hundur tegundar BOB- með Íslenskt meistarstig, Alþjóðlegt meistarstig og NLM -Norðurljósameistarstig


Opin flokkur tíkur
Ice Tindra Joss - EX- Meistaraefni 1.sæti  Annar hundur tegundar BOS- með Íslenskt meistarstig, Alþjóðlegt meistarstig og NLM -Norðurljósameistarstig.

Þetta var 8 íslenska meistarstigið hennar Joss og er því orðin ISShCh Íslenskur Sýningameistar.


Laugardagur 04-03-2017 Víðidalur.
Dómari: Johnny Andersson frá Svíþjóð.

Snögghærðir

Ungliða rakki 9-18 mán
Ice Tindra King - VG- 2.sæti

Ungliða tíkur 9-18 mán

Ice Tindra Krissy- EX-meistaraefni- 2.sæti

Opin flokkur tíkur

Ice Tindra Ida - VG
Ice Tindra Gem - DQ

Meistarflokkur tíkur
Ice Tindra Gordjoss- EX- Meistarefni-2.sæti

Ræktunarhópur Snögghærður
Ice Tindra ræktun- 3. Sæti -Heiðursverðlaun
Ice Tindra King - Ice Tindra Krissy- Ice Tindra Gordjoss - Ice Tindra Ida.


Hvolpasýning HRFÍ

Föstudagur 03-03-2017 Víðidalur-
Dómari: Johnny Andersson frá Svíþjóð.

Snögghærðir
6-9 mán rakkar
Ice Tindra Merlin 2. sæti heiðursverðlaun
Ice Tindra Largon 3.sæti

6-9 mán tíkur
Ice Tindra Liv 3.sæti
Ice Tindra Luna

Síðhærðir
6-9 mán rakkar
Ice Tindra Mozart 1.sæti

6-9 mán tíkur
Ice Tindra Melissa 2.sæti

Frábær dagar og frábær endir á sýningunni.

Þúsund þakkir elsku eigendur Ice Tindra hunda fyrir allt, hvort sem það var að lána fallegu hundana ykkar, sýna, alla hjálpina á sýningum, halda í hundana, sækja vatn og klappa og fagna með okkur. Ekkert smá stolt af þeim sem voru að stíga sín fyrstu skref eða annað inn í sýningarhringinn, rosalega stolt.

Ekki mál gleyma allri hjálpinni og stuðninginn frá Hildi V. þúsund þakkir https://www.facebook.com/images/emoji.php/v7/f6c/1/16/2764.png

Því án ykkar allra hefði þetta ekki verið hægt og ekki eins skemmtilegt.

Hlakka mikið til næstu sýningu sem er deildarsýning í apríl 2017.

Stór knús og kossar á ykkur öll.



16.02.2017 11:49

Ice Tindra A-got 9.ára


Yndislegu hundarnir úr fyrsta gotinu okkar

  Þeir Ice Tindra Aragon og Ice Tindra Akkiles

 eiga 9. ára afmæli í dag 16.feb 2017


Til hamingju með daginn báðir. 
Ekkert smá stolt af ykkur  báðum og

óska eigendum til hamingju með þá.

Báðir við hestaheilsu og í fullu fjöri.

*****************************************

Ice Tindra Akkiles

Ice Tindra Akkiles fer enn á fjöll með eigandanum sínum að veiða og alltaf til í leik og fjör. Með frábært geðslag og yndislegur hundur á alla hátt, sem eigandi er mjög stoltur að eiga.

Akkiles á roslega góðan vin hann Einar Már, sjá þessa æðislegu mynd af þeim góðu félögum.

Kæri Frímann og fjölskylda innilega til hamingju með hann og gefið honum stórt knús frá okkur.


Ice Tindra Akkiles

*****************************************************

ISTrCh Ice Tindra Aragon

Ice Tindra Aragon er yndislegur hundur á allan hátt og er sá hundur sem hittir hvern í hjarta stað.  Erum ótrúlega þakkláta að hafa eignast hann og eins og Line sagði við mig þegar Aragon var einungis 8.mán og við vorum saman á námskeiði hjá henni.

Að þetta væri hundur sem hverjum dreymir um að eiga og maður eignast bara 1 sinni á ævinni.

ÉG trúið henni ekki alveg þá en geri það í dag emoticon

Við Aragon erum búin að gera margt saman vera æfa fyrir sýningar, hlýðni og spor.

Aragon fór í skapgerðamat og prófdómarinn kom og sagði við mig að það væri einstakt samband á milli míns og Aragons, og prófdómarinn sagðist aldrei hafa séð rakka fara í gegnum brautina á þess að merkja.

Gaman að segja frá því að Aragon er íslenskur Sporameistari og eru einugis 2 hundar á íslandi sem eru búnir að ljúka því. Og Aragon er eini hundurinn á íslandi sem hefur reynt við Elite spor en það er 1.500 metra langt en því miður fann ekki nógu marga hluti til að ná einnkunn en við reynum bara við næsta próf :)

Í einum af okkar yndislegum Vesturfara æfingabúðunum sem við Aragon vorum í þá biður Þórhildur mig um að fara í lóðahópinn (var alltaf einn hópur með tíkum sem voru að lóða :) ) Og ég man að ég var smá hissa yfir því, því að ég væri með rakka. Ég er alltaf tilbúin að reyna og takast á við nýja hluti og prófa. Við Aragon fórum og tókumst á við þetta verkefni, hann var smá upptekin af lyktinni til að byrja með en svo hafði það enga áhrif á hann.  Æfðum við í hóp með 4-5 lóðatíkum :) Þórhildur sagði við mig að þetta væri eini hundurinn á svæði sem gæti þetta.

Aragon hefur hjálpað okkur og tíkunum sem hafa verið með got hjá okkur mikið við uppeldi á hvolpunum, leikur við þá, þrífur þá hátt og lágt og líka það sem kemur frá þeim fljótandi og í föstu formi,  kennir þeim margt. Ef hann gæti myndi hann gefa þeim að drekka af spena. Það er sko mikil hjálp fyrir tíkurnar að hafa hann. Og er hann alltaf jafn spenntur að komast í hvolpana að smakka á þeim eins og við segjum oft :) það er að sleikja þá.

Eitt sem Aragon gerir oft er að fara á milli fóta á fólki og stoppar og þá er eins og fólk sé komið á hestbak, og bíður eftir klappi. Svo gaman að sjá svipinn á fólkinu þegar hann gerir þetta í fyrsta skipti við það.  Þetta er mikið  vinamerki hjá Aragoni. Hefur hann gert þetta við Begga okkar í mörg mörg ár nánast á hverjum degi.


************************************************

Ótrúlegt að þessir Höfðingjar eru ornir 9. ára en Aragon gengur oft undir því gælunafni á

okkar heimili Höfðinginn sem og hann er.

Rosalega stolt af þeim

emoticon

 




16.02.2017 00:10

Ice Tindra C-got 7.ára



Yndislegu hundarnir úr Ice Tindra C-gotinu eiga afmæli í dag
Þau eru 7. ára í dag 16.feb 2017
Til hamingju með daginn. 
Ekkert smá stolt af ykkur og

óska eigendum til hamingju með þau.



07.02.2017 21:13

Týndur hundur

Týndur hundur!

Á ÞETTA VIRKILEGA AÐ SNÚAST UM MERKTA HÁLSÓL?????

Í þessu blessaða viðtali inn á RUV fer Guðmundur að láta þetta snúast um merkta hálsól !!
En þetta snýst ekki um það heldur að eigandi var ekki látinn vita um leið og starfsmenn hjá hundaeftirlitinu, já takið eftir, starfsmenn hjá hundaeftirlitinu fá hundinn í hendur og að það væri ekki með öllum ráðum farið í að leita að eiganda. Starfsmenn hjá hundaeftirliti eru með skanna til að lesa örmerki og það hefði tekið starfsmanninn innan við 2 mínútur að sjá hver var eigandi þessa hunds. Því ekki eru það almennir borgarar sem fara með hunda í vörslu.
Í þessu tilviki var hvolpurinn ekki með merkta hálsól en hundurinn er ÖRMERKTUR (sem er skylda hjá hvaða ræktanda að gera, og það þarf líka að borga fyrir að skrá hunda í þennan gagnagrunn) og skráður í gagnagrunn sem allir starfsmenn hjá hundaeftirliti landsins hafa aðgang að, því hann er opinn ÖLLUM og hægt að komast í gagnagrunninn í hvaða síma eða tölvu með nettengingu.

Þessi umræddi hundur er skráður í gagnagrunninn og allar upplýsingar um eiganda til staðar í gagnagrunni; heimilisfang, heimasími, farsími og netfang. Það tók starfsmann hundaeftirlitsins 16 klukkutíma að láta eigandann vita!!! Því hann sagðist ekki geta komist í gagnagrunninn eftir kl 16 á daginn því þá væri skrifstofunni hans læst og að hann kæmist bara í gagnagrunninn á sinni skrifstofu.
Af hverju er ekki farið eftir þessari reglugerð sem er í gildi.
12. grein í Reglugerð um velferð gæludýra sem segir:
"Ávallt skal, eins fljótt og auðið er, leitað eftir örmerki dýrs sem fangað hefur verið. Ef ekki næst í umráðamann eða dýrið er ómerkt skal dýr án tafar flutt í dýraaðstöðu sveitarfélag".

Því, sem ræktandi, borgar maður með glöðu geði þetta gjald fyrir skráningu í þennan gagnagrunni til að komast hjá þessari vanlíðan og ótta sem verður þegar hundurinn manns týnist, sem getur komið fyrir á bestu bæjum að hann týnist. Tala ekki um að leita og leita í fleiri, fleiri klukkutíma.

ÞESSU VERKLAGI ÞARF AÐ BREYTA.


Sjá greinar um þetta mál inn á Hundalífspóstinum og RUV.


http://www.hundalifspostur.is/2017/02/07/vefsida-ruv-fjallar-um-handsomun-hvolps/

http://www.ruv.is/frett/leitudu-hunds-sem-var-hja-heilbrigdiseftirliti


http://www.hundalifspostur.is/2017/02/06/ef-ekki-naest-i-umradamann-skal/


03.02.2017 18:02

Ice Tindra ganga og spor á morgun


Minna á gönguna kl 12og sporaæfinguna kl 13 á morgun
emoticon

03.02.2017 16:27

Ice Tindra D-got 6. ára í dag


Yndislegu hundarnir úr Ice Tindra D-gotinu eiga afmæli í dag
Þau eru 6. ára í dag 3.feb 2017
Til hamingju með daginn öll. 
Ekkert smá stolt af ykkur öllum og
óska eigendum til hamingju með þau.



02.02.2017 11:30

Ice Tindra B-got 8. ára í dag


Yndislegu hundarnir úr B-gotinu eiga afmæli í dag
Þau eru 8 ára í dag.
Til hamingju með daginn öll. 
Ekkert smá stolt af ykkur öllum og
óska eigendum til hamingju með þau.

20.01.2017 11:50

Ice Tindra ganga og sporaæfing

Ath frestað um eina viku vegna veikinda, verður 4 feb 2017


Næsta ganga og sporaæfing verður 28. jan 2017

 Ganga kl 12 hittumst fyrir framan kirkjuna við Strandgötuna í Hafnarfirði. 


Sporaæfing kl 13 hittumst á N1 í Hafnarfirði við Lækjargötu

 

18.01.2017 16:31

Ice Tindra N-got



Næsta got hjá Ice Tindra ræktun verður undan þessum gullfallegu hundum,

Ice Tindra Joss og NSV AD BH SCHH3 KKL1 Giro Av Røstadgården.

Mjög spennandi got og þegar nokkrir komnir á lista.

Ef þú hefur áhuga sendið póst á [email protected]


07.01.2017 11:13

Sporaæfing 7.jan 2017

Ice Tindra Sporaæfing 7.jan 2017

12 flottir hundar og eigendur mættu á sporaæfingu í dag.

Stóðu sig allir frábærlega bæði hundar og eigendur.

Hlakka til að fylgjast með þessum í framtíðinni.

Þúsund þakkir fyrir daginn :)

25.12.2016 16:23

Ice Tindra K-got 1.árs


Elskulega Ice Tindra K-gotið 1.árs í dag
Jólabörnin 10
Erum alveg ótrúlega stolt af þeim öllum og
ykkur frábæru eigendum
Til hamingju með þau öll og gefið þeim stórt jólaknús frá okkur





20.12.2016 11:31

Jólakort 2016



19.12.2016 16:51

Ice Tindra mjaðma og olnboga niðurstöður


Það sem við getu verið stolt af þessum niðurstöðum emoticon sem við erum, hjá Ice Tindra hundum.
Vonandi verða þær svona frábærar áfram því þetta er draumur hvers ræktanda að fá svona góðar niðurstöður úr myndatökum á mjöðmum og olnbogum. Alls ekki sjálfgefið í þessari tegund.
Rosalega stoltir ræktendur.
Þeir hundar sem hafa A-C eru ræktunarhæfir.
HD = mjaðmir og ED = olnbogar
Hér er listi yfir Ice Tindra hunda sem búið er að röntgen mynda.



Nöfn HD ED
Ice Tindra Aragon          A A
Ice Tindra Blues            A A
Ice Tindra Bravo      A A
Ice Tindra Captain     B A
Ice Tindra Daizy       B/C A
Ice Tindra Dixi            B1 A
Ice Tindra Flame      A2 A
Ice Tindra Forest      A2 A
Ice Tindra Flower        B1 A
Ice Tindra Gordjoss      A2 A/C
Ice Tindra Grizzly           A2 A
Ice Tindra Hendrix         B1 A
Ice Tindra Holly           A2 A
Ice Tindra Hope           D C
Ice Tindra Joss          A2 A
Ice Tindra Jessy           B A
Ice Tindra Ida        A A

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 20

atburður liðinn í

1 mánuð

6 daga

Hvolpasýning sunnudag 27.okt 2024

atburður liðinn í

1 mánuð

16 daga

NKU -Winter Wonderland 23 nóv

atburður liðinn í

19 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

16 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

8 mánuði

11 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 13

atburður liðinn í

11 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

3 mánuði

7 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 28
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 5174
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 1184078
Samtals gestir: 91734
Tölur uppfærðar: 12.12.2024 01:05:41