14.11.2015 22:00

H.R.F.Í sýning 14. nóv 2015


Ice Tindra ræktun

Sýning HRFÍ 14.nóv 2015 Víðidal
Dómari Annika Ulltveit-Moe frá Svíþjóð




Opin flokkur tíkur snögghærður
Ice Tindra Gordjoss - EX- Meistarefni-CK 1.sæti -önnur besta tík tegundar með Íslenskt Meistarstig-CVC og Alþjóðlegt varameistarstig- Res-CACIB



Síðhærðir
Ungliði tíkur 9-18 mán
Ice Tindra Joss - EX- Meistarefni-CK 1.sæti- þriðja besta tík tegundar




22.10.2015 13:49

G-got 3 ára í dag


Flotta Ice Tindra G-gotið á afmæli í dag emoticon
3. ára í dag.
Til hamingju með daginn öll.

Ekkert smá stolt af ykkur öllum og
óska fjölskyldum til hamingju með krúttin.

Sjáumst hress.





06.10.2015 20:50

Væntanlegt got í des 2015

Ice Tindra ræktun væntanlegt got-des 2015

Við kynnum með miklu stolti næsta got hjá Ice Tindra ræktun sem er væntanlegt í des 2015
Fyrsta got á Íslandi undan þessum stórglæsilega rakka.
Mjög spennandi got.
Báðir foreldrar eru AA í mjöðmum og AA í olnboga.
Sem þýðir fríir af mjaðmalosi og olnbogalosi.

Faðir:

NUCH BH AD SCHH3 Kkl1 Giro av Røstadgården



Móðir:
Kolgrímu Diesel Hólm

29.09.2015 23:17

Ice Tindra Ida og Jessy



 
Ice Tindra Ida

Frábærar fréttir Ice Tindra Ida HD-A og ED-A og Ice Tindra Jessy HD-B og ED-A sem þýðir að bæði eru frí af mjaðmalosi og olnbogalosi.
Jíbbý

Ice Tindra Jessy

22.09.2015 21:23

Ice Tindra Forest og Hendrix



Ice Tindra Forest

Frábærar fréttir Ice Tindra Forest HD-A2 og ED-A og Ice Tindra Hendrix HD-B1 og ED-A sem þýðir að báðir eru frí af mjaðmalosi og olnbogalosi. Jíbbý


Ice Tindra Hendrix

21.09.2015 21:08

Hundasýning HRFÍ 20.sept 2015



HRFÍ Alþjóðleg hundasýning 20-09-2015

Ungliða flokkur tíkur síðhærður
Ice Tindra Joss - EX- Meistarefni 1.sæti -Besta tík tegundar með Íslenskt Meistarstig og Alþjóðlegt meistarstig en það rann niður á næsta hund því Joss er of ung til að fá Alþjóðlega meistarstigið því hún er bara 12. mánaða þarf að vera 15. mánaða til að geta fengið það.
Var svo Annar besti hundur tegundar BOS og er Crufts Qualified 2016.

Opin flokkur tíkur snögghærður
Ice Tindra Hope - EX- 2.sæti
Ice Tindra Gordjoss - VG- 4.sæti

Bestu þakkir elsku Hildur Vilhelmsdóttir, fyrir helgina og stelpur Thelma Dögg Freysdóttir og Freydís Rós Freysdóttir fyrir að sýna Hope og Gordjoss fyrir mig.
Frábær helgi af baki og takk allir fyrir samveruna, svo gaman að hitta og spjalla við fullt af flottum hundaeigendum og sjá alla þessa flottu hunda.

Mynd : Hildur Vilhelmsdóttir



19.09.2015 08:31

F-got 3. ára

Flotta Ice Tindra F-gotið á afmæli í dag emoticon
3. ára í dag.
Til hamingju með daginn öll.

Ekkert smá stolt af ykkur öllum og
óska fjölskyldum til hamingju með þau.

18.09.2015 23:27

Ice Tindra Grizzly



Ice Tindra Grizzly
Frábærar fréttir vorum að fá niðurstöður úr myndatökum á mjöðmum og olnboga hjá Ice Tindra Grizzly HD-A2 og ED-A

18.09.2015 21:15

Ice Tindra Gordjoss HD-A2 og ED-A/C




Frábærar fréttir vorum að fá niðurstöður úr myndatökum á mjöðmum og olnboga hjá Ice Tindra Gordjoss HD-A2 og ED-A/C

06.09.2015 12:48

J-got 1.árs



Flotta J-gotið á afmæli í dag
1.árs í dag.
Til hamingju með daginn öll.
  Ekkert smá stolt af ykkur og
óska eigendum til hamingju með þau.
Gefið þeim gott knús frá okkur.

05.09.2015 14:59

NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL Giro av Røstadgården


NUCH NSV AD BH SCHH3 KKL Giro av Røstadgården

Höfðingin komin úr einangrun, erum við ekkert smá stolt að fá hann til landsins og mikil gleði hjá öllum.
Hann er að læra á allt hér á heimilinu og við á hann.
Yndislegur hundur og ekkert smá blíður við tíkurnar.
Og eins og allir hundar á íslandi er ekki mikill feldur á honum núna því það tekur líka á að vera í einangrun og koma í nýtt loftslag,
En það á eftir að koma að hann fari í fullan feld.


Hér er hann að ræða við bóndann á heimilinu.


Svo fórum við í heiðinna, hér er hann með Dixi.

 

05.09.2015 14:45

Ice Tindra Elly að synda

22.08.2015 15:18

Vesturfarar 2015

Vesturfarar 2015
Ég er búin að vera svo heppin að eiga kost á því að fara í 3 daga æfingarbúðir með fullt af flottum skvísum og hundum. Ég hef farið 7 sinnum í þessa ferð síðan árið 2008.
Alltaf er jafn gaman og lærir maður alltaf eitthvað nýtt og tala ekki um að hitta allar þessar skemmtilegu skvísur sem koma líka.
Alltaf hlakka manni til að af fara í þessa ferð og þó það var fámennt en mjög mjög góðmennt þá var þetta með þeim betri ferðum æfingalega séð en saknaði að hitta ekki þær sem komust ekki.

Í ár fór ég með Ice Tindra Hope og Ice Tindra Joss, við fengum allan pakkann af veðri, hellirigningu og sól og blíðu.

Nokkrar myndir úr ferðinni sem Kristín Jóna tók.












04.08.2015 23:56

NSV AD BH SCHH3 KKL Giro av Røstadgården


Hvar á ég að byrja, er svo yfir mig ánægð, því þessi stór höfðingi frá Noregi er mættur á klakann  emoticon
NSV AD BH SCHH3 KKL Giro av Røstadgården.
Nú er bara að bíða í ca 30 daga eftir að fá hann úr einangrun.
Elsku Nina og Øyvind takk fyrir allt að láta þennan draum verða að veruleika, og tala ekki um traustið fyrir þessum gullmola.
Takk fyrir allt síðustu daga, búið að vera yndislegt að vera með ykkur og tala ekki um hvað það er búið að vera lærdómsríkt og sjá ykkar frábæru ræktun.

Og algjörlega án efa mun hann Giro gera frábæra hluti fyrir schaferstofninn hér á Íslandi. Giro er sko búin að sanna sig á allann hátt, í vinnu, á sýningum og tala ekki um í ræktun og heilsu.



26.07.2015 23:00

26-07-2015 útisýning sunnudagur Víðidal



Sunnudagur 26-07-2015
Víðidalur- útisýning. Dómari: Jadranka Mijatovic frá Króatíu

Síðhærðir
Ungliði tíkur 9-18 mán Síðhærðir
Ice Tindra Joss - EX- Meistarefni 1.sæti- önnur besta tík tegundar með íslenskt meistarstig. Aðeins 10. mánaða og fékk 2 Íslensk meistarstig um helgina emoticon
Ice Tindra Jackie - EX 2.sæti

Snögghærðir
Ungliði rakki 9-18 mán Snögghærður
Ice Tindra Jackson - VG-1.sæti

Unghundur rakki 15-24 mán Snögghærður
Ice Tindra Igor - EX- 2.sæti

Opin flokkur rakki
Ice Tindra Grizzly- EX- 3.sæti

Ungliði tíkur 9-18 mán Snögghærður
Ice Tindra Joy - VG- 1.sæti

Unghundur tíkur 15-24 mán Snögghærður
Ice Tindra Ida - VG -3.sæti

Opin flokkur tíkur snögghærður
Ice Tindra Hope - EX- Meistarefni 4. Sæti
Ice Tindra Gordjoss - EX

Ræktunarhópur Snögghærður
Ice Tindra ræktun- EX-3. Sæti -Heiðursverðlaun
Ice Tindra Hope - Ice Tindra Gordjoss - Ice Tindra Grizzly - Ice Tindra Igor

Þúsund þakkir fyrir daginn, alveg yndislegt að vera með ykkur í dag og tala ekki um alla hjálpina hefði ekki geta þetta án ykkar og takk fyrir að koma með fallegu hundana ykkar. Til hamingju með alla hundana, ótrúlega stolt af ykkur öllum og ykkur líka og enn og aftur elsku Bryndís Kristjánsdóttir Guðný Sævinsdóttir Tinna Sif BergÞórsdóttir Katrín Inga Gísladóttir Bass og Irma Rán Heiðarsdóttir Þúsund þakkir fyrir fyrir allt. Og allir hinir takk takk fyrir frábæran dag og helgina. Alltaf skemmtilegustu þessar útisýningar

Hlakka sko til næstu sýningar og spennandi tímar framundan



Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

5 daga

NKU og Alþjóðlegsýning HRFÍ 16 og 17 ágúst

eftir

3 mánuði

28 daga

NKU -Alþjóðlegsýning HRFÍ 21- 22 júní

eftir

2 mánuði

3 daga

Ice Tindra ganga kl 15

eftir

3 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

7 mánuði

13 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

6 ár

17 daga

DNA-test

atburður liðinn í

4 ár

22 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 6620
Gestir í dag: 357
Flettingar í gær: 2993
Gestir í gær: 156
Samtals flettingar: 1438616
Samtals gestir: 100469
Tölur uppfærðar: 18.4.2025 22:18:37