15.12.2014 22:37Ice Tindra Galaxy og Rakel MistYndisleg mynd af Ice Tindra Galaxy og Rakel Mist Skrifað af KGB 11.12.2014 20:48ISTrCh Ice Tindra AragonLoksins kom skjalið í dag sem staðfestir titillinn á Ice Tindra Aragon að hann sé orðin Íslenskur Sporameistari, hann fór í prófið 26. okt 2014 og náði því með glæsibrag og fær þennan titill í ættbók ISTrCh ISTrCh Ice Tindra Aragon Skrifað af KGB 07.12.2014 18:20Ice Tindra aðventuganga 7.des 2014Fórum í göngu og leik með krúttin úr J-og I-gotinu og á meðan tóku stærri hundarnir stærri göngutúr. J- og I-gotið fengu að leika við pabba sinn hann Xen og var gaman að sjá hann með þeim svo blíður og góður við þau. Og svo á eftir áttum við yndislega stund þar sem við fengum okkur kakó og kökur. Takk allir fyrir daginn var frábært að þið skyldu gefa ykkur tíma til að koma eiga með okkur þessa stund í þessum annasama mánuði sem desember er. Hlakka til að hitta ykkur næst. Skrifað af KGB 06.12.2014 23:37Ice Tindra ræktun 3ja stigahæðsta Schäfer ræktun hjá HRFÍ 2014Ice Tindra ræktun er 3ja stigahæðsta Schäfer ræktun hjá HRFÍ árið 2014, og í 5 sæti hjá schäferdeild HRFÍ. Þakka öllum þeim sem sýndu flottu schäfer hundana sína og gerðu þetta ár svo skemmtilegt, og ekki má gleyma öllum þeim sem hjálpuðu til hvort það var að sýna eða að halda í hundana á sýningum. Því án ykkar hefði þetta ekki verið hægt. Þið eru æði, þúsund þakkir allir. Hlakka til á næsta ári. Skrifað af KGB 02.12.2014 23:00NSV AD BH SCHH3 KKL Giro av RøstadgårdenKynnum með miklu stolti NSV AD BH SCHH3 KKL Giro av Røstadgården kemur
til Íslands á næsta ári. Hlökkum við mikið til að fá svona fallegan og flottan hund til landsins, hafa og nota í okkar ræktun. Og án nokkurs efa á hann eftir að gera frábæra hluti og tala ekki um að bæta stofninn okkar hér á Íslandi. Þúsund þakkir kæru Øyvind Sæther Kennel Røstadgården og Nina Storrø Kennel Røstadgården að treysta okkur fyrir þessum gullmola. NSV AD BH SCHH3 KKL Giro av Røstadgården Skrifað af KGB 25.11.2014 10:13Ice Tindra ganga 7.des kl 13Ice Tindra ganga 7. des 2014 kl 13 Hittumst í Fossvogsdalnum og tökum göngu. Svo á eftir fáum við okkur kakó og piparköku. Allir velkomnir. Hlökkum til að sjá ykkur. Skrifað af KGB 19.11.2014 11:44Schaferdeildarganga næsta laugardagTekið af www.schaferdeildin.weebly.com
18.11.2014 Schäferganga á laugardaginn
Skrifað af KGB 08.11.2014 18:37Hundasýning 8.nóv 2014Ice Tindra ræktun Sýning HRFÍ 8.nóv 2014 í Víðidal. Dómari: Marianne Baden 6-9 mán rakkar Snögghærður Ice Tindra Igor - 2.sæti 6-9 mán tíkur Snögghærður Ice Tindra Ida - 2.sæti Unghundaflokkur tíkur 9-18 mán Snögghærður Ice Tindra Hope - EX- Meistarefni 2. Sæti Opin flokkur tíkur 24 mán og eldri Snögghærður Ice Tindra Gordjoss - EX - 4.sæti Takk fyrir daginn og takk fyrir hjálpina Thelma og Freydís. Þið voru mjög flottar í hringnum með Idu og Igor. Gaman að sjá fullt af flottum hundum og hitta skemmtilegt hundafólk. Hlakka til næstu sýningu. Skrifað af KGB 03.11.2014 10:22Ljósmyndastofa J-gotFórum með Ice Tindra J-gotið í myndatöku eins við við gerum alltaf við öll okkar got, hjá Ljósmyndastofu Rut í Skipholtinu. www.rut.is Alltaf frábært að koma til hennar og með ótúrlegri þolinmæði og yndisleika frá Rut tókst okkur að stilla þeim upp í röð 10 hvolpum. Þúsunda þakkir allir sem hjálpuðu til við að eiga við þennan hóp, þetta hefði ekki verið hægt án ykkar hjálpar. Fullt af skemmtilegum myndum í myndaalbúmi HÉR Enn og aftur þúsund þakkir fyrir hjálpina Skrifað af KGB 26.10.2014 19:24ISTrCh Ice Tindra AragonIce Tindra Aragon tók Sporapróf III í dag og kláraði það með 92 stig
af 100 mögulegum. Og er hann því orðin Íslenskur Sporameistari og fær
því titilinn ISTrCh. Til að ná þessum titli þarf að ná 90 stigum í Spori I, Spori II og Spori III. Það eru bara 2 hundar á íslandi komnir með þennan titill Þetta
spor sem Aragon þeytti í dag var eitt það erfiðasta sem ég hef lent í
því það var svo hátt grasið, lúpina, kjarr og tré (sjá mynd sem tekin
var þegar við vorum að byrja í sporaprófinu í dag, það sést varla í
Aragon ) Ice
Tindra Aragon var innann við 2 mínútur að finna slóðina í rammanum og kláraði að
rekja 1.200 metra slóðina á 24 mínútum. Svo mikill snillingur og nú er bara að fara að æfa og taka næst Spor Elite Skrifað af KGB 24.10.2014 10:37Ice Tindra J-got 6.viknaIce Tindra J-got 6. vikna og senn líður að þau fari að heiman. Verður gaman fyrir nýju eigendur að fá þessi krútt til sín. Orðin svo dugleg og flott. Skrifað af KGB 22.10.2014 10:08Ice Tindra G-gotið 2 ára í dagFlotta Ice Tindra G-gotið á afmæli í dag 2. ára í dag. Til hamingju með daginn öll. Ekkert smá stolt af ykkur öllum og óska fjölskyldum til hamingju með þau. Sjáumst hress. Skrifað af KGB 14.10.2014 16:09Nöfn á J-gotiðKrúttin komin með nöfn og urðu þessi nöfn fyrir valinu að þessu sinni. Ice Tindra Jewel Ice Tindra Joss Ice Tindra Jackie Ice Tindra Joy Ice Tindra Jazz Ice Tindra Jackson Ice Tindra Jessy Ice Tindra Jay Ice Tindra Jagger Ice Tindra Jinx Skrifað af KGB 12.10.2014 14:45Ice Tindra J-got 5. viknaNú eru þessi krútt orðin 5. vikna og gengur mjög vel með þau. Komnir með fullt að tönnum og farnir að borða sjálfir. Skrifað af KGB 06.10.2014 22:48Schafer hvolpar til söluIce Tindra ræktun Ein tík síðhærð og ein rakki snögghærður ólofuð úr þessu flotta goti. Flottir og fallegir hvolpar Fæddir 6. sept 2014 4 tíkur og 6 rakkar For: Ice Tindra Dixi og CIB NORD SE NO DK UCh DKW-09 NW-09 KBHW-09&10 SCHH3 BH AD Xen Av Quantos Verð 190. þús. Með hvolpinum fylgir: Ættbók frá HRFÍ, Örmerking og heilsufarsskoðun Skráning í gagnagrunn hjá Dýraauðkenni. Trygging til 1. árs hjá VÍS afnotamissis- sjúkra- og líftrygging (vermæti á tryggingu um 20. þús) Afhending í byrjun nóvember 2014 Uppl. Kristjana 895-6490 [email protected] www.icetindra.is Bjóðum upp á pössun fyrir hunda frá okkar ræktun. Erum í Garðinum stutt að koma í heimsókn og skoða. Frábærir og yndislegir heimilishundar. Hvolparnir eru aldnir upp inn á heimili og verða því vanir öllum helstu umhverfishljóðum og fólki. Skrifað af KGB |
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is