13.05.2010 16:43

Schafer ganga 16 maí

Ganga klukkan 13:00 og sýningarþjálfun klukkan 14.30 næstkomandi sunnudag, 16. mai!

Sunnudaginn 16. mai næstkomandi ætlar Schäferdeildin að standa fyrir göngu og sýningarþjálfun.

Lagt verður af stað í gönguna klukkan 13.00 frá Morgunblaðshúsinu og gengið í nágreni Rauðavatns en þó ekki sömu leið og síðast enda bíður staðurinn upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir.

Við reiknum með að klára gönguna um klukkan 14.00 og þá geta þeir sem ætla að verða áfram til þess að fara í sýningarþjálfun sest niður og borðað nesti saman eða farið og komið svo aftur.

Klukkan 14.30 ætlum við að hafa sýningarþjálfun á bílastæðinu við Morgunblaðshúsið.
Það styttist óðum í sýninguna og skiptir þar máli að vera vel æfður:)

Þar sem deildin er að safna fyrir glæsilegum kynningarbæklingi um Schäfer sem við vonumst til að verði tilbúinn fyrir næstu sýning þá kostar sýningarþjálfunin 500 krónur á hund.

Við vonumst til að sjá sem flesta og ekki gleyma að taka með kúkapoka, ólar, tauma og auðvitað góða skapið!

Við vekjum athygli á að gangan og sýningarþjálfunin eru aðskilin, allir eru velkomnir í gönguna þó svo þeir ætli ekki í sýningarþjálfunina og öfugt!

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband :)

Með bestu kveðju,
fyrir hönd stjórnar,
Anna Francesca

09.05.2010 16:10

Sporanámskeið 9 maí


 Bryndís og Bravo að spora.

Vorum á Sporanámskeiði hjá Albert í Hundalíf, þar sem farið var
yfir næstu skref fyrir Spor II.
Þar sem það er stórt stökk á milli Spor I og Spor II
var frábært að fá þessa kennslu.

Mjög spennandi tímar framundan og mæta svo í próf í haust.

Áttu alveg frábæran dag með frábæru fólki, enda lék veðrið við okkur allan daginn og hundarnir svo duglegir.
 Takk fyrir okkur
Kristjana og Aragon

03.05.2010 23:17

Sýningaþjálfun fyrir 5-6 júni sýningu


Tekið af HRFÍ www.hrfi.is


Sýningarþjálfun á vegum Unglingadeildar fyrir sumarsýningu HRFÍ hefst 9. maí í Reiðhöll Fáks í Víðidal!

Sunnudagurinn 9. maí kl. 16:00-18:00
16:00-17:00 Ungir sýnendur
17:00-18:00 Almennir sýnendur

Sunnudagurinn 16. maí kl 16:00-20:00
16:00-17:00 Ungir sýnendur
17:00-18:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
18:00-19:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 23. maí kl 16:00-20:00
16:00-17:00 Ungir sýnendur
17:00-18:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
18:00-19:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10

Sunnudagurinn 30. maí kl 16:00-20:00
16:00-17:00 Ungir sýnendur
17:00-18:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
18:00-19:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10

Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis.

Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.

Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur!


25.04.2010 21:20

Nýjar ræktunarreglur

Samþykkt af stjórn HRFÍ 14 apríl 2010

14. Erindi frá schäferdeild - breyting á heilsufarskröfum A-2358/A-2358a

Til stjórnar HRFÍ

Stjórn Schäferdeildarinnar óskar eftir breytingum á reglugerð um skráningu í ættbók.

Breytingarnar eiga að taka gildi 1. júní 2010.

Stjórnin óskar eftir að eftirfarandi breyting verði gerð:

Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.

Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í

ættbók. (Gildir frá 01.09.2010).

Samþykkt en taka í gildi 01.09.2010 og stjórn deildarinnar þarf að kynna breytingarnar

vel og auglýsa á vefsíðu deilarinnar.

Sérreglur fyrir schäferhunda verða þá eftirfarandi:

Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun.

(Fyrir mjaðmamyndir gildir frá 01.11.1999 og olnbogamyndir frá 01.09. 2010).

Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í

ættbók. (Gildir frá 01.09.2010)

13.04.2010 22:51

Schafer hvolpar 8 vikna

C-got schafer hvolpar
8 vikna í dagemoticon


Ice Tindra Cruiser, Ice Tindra Captain og Ice Tindra Crystal

Búið að vera alveg frábær tími með þessum skottum, eru búnir að vera svo duglegir, hafa valla gert nr 2 inni í 2 vikur bara út í garðiemoticon 
Búnir að fara í sprautu og skoðun, svo líka í myndatöku hjá Rut.

En þar sem þeir eru ornir 8 vikna í dag þá eru þeir að fara
að heiman til nýrra eigenda. 
Og eru þeir allir að fara á frábær heimili þar sem það
verður hugsað rosalega vel um þá.

Var að setja inn myndir sem ég tók í dag, 8 vikna gamlir.
emoticon 
Kv. Kristjana

01.04.2010 22:22

Schafer hvolpar 6 vikna


Aragon að kenna þeim að leika með bolta.

Nýjar myndir af hvolpaskottunum,
vorum út í garði að leika okkur.
 
emoticon 

30.03.2010 16:08

Páskaganga Schaferdeildar

Frá Schaferdeildinni

Páskaganga Schäfer deildarinnar

Næstkomandi laugardag, 3 apríl ætlum við að gera okkur glaðan dag og  
ganga saman í umhverfi Rauðavatns. Lagt verður af stað frá  
Morgunblaðshúsinu klukkan 13.00 og allir eru velkomnir.

Minnum ykkur á að taka kúkapoka með og auðvitað ólar á hundana.
Kveðja Stjórnin

24.03.2010 13:00

Fyrirlestur um hunda til styrktar Dýrahjálpar Íslands

Tekið af www.hrfi.is

Fréttir

24.3.2010 10:35:17
Fyrirlestur um hunda til styrktar Dýrahjálpar Íslands

Þriðjudagskvöldið 30.mars munu dýralæknarnir Freyja Kristinsdóttir og Sif Traustadóttir halda fyrirlestur um hundaþjálfun og hundaatferli.

Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og hundaþjálfari, mun fjalla um mismunandi aðferðir í hundaþjálfun, þar á meðal klikkerþjálfun.

Sif Trausadóttir, dýralæknir og dýraatferlisfræðingur, mun fjalla um atferlisvandamál hjá hundum.

Fyrirlesturinn verður haldinn klukkan 20:00, þann 30.mars í Icepharma, Lynghálsi 13, 110 Reykjavík (gengið er inn um aðalinngang). Fyrirlestrinum er lokið um kl. 21:30 og verður þá tími til að svara spurningum. Aðgangseyrir er 1000 kr (ath. eingöngu tekið við staðgreiðslu, þ.e. engin kort) og rennur ágóðinn til styrktar Dýrahjálpar Íslands.


16.03.2010 21:25

Schafer hvolpar 1 mánaða

1 mánaða í dag, já þetta er sko fljótt að líða.
Farnir að hlaupa um og hoppa og skoppa um allt.
Þyngjast og stækka á hverjum degi.

Cruiser, Captain og Crystal
Var að setja inn nýjar myndir
emoticon 

09.03.2010 22:15

Schafer hvolpar 3 vikna

Nú eru þau orðin 3 vikna búið að vera mikil breyting á þeim á 1 viku og öll mjög spræk. Eru að fá tennur bæði í efri og neðri góm. Koma með dinglandi skott þegar maður tala við þau og labba út um allt.
Bara æðisleg og dugleg.
Nýjar myndiremoticon
 

07.03.2010 09:21

Aðalfundur Vinnuhundadeildar 13 mars 2010

 Tekið af http://www.vinnuhundadeild.is/fre4.php


Aðalfundur Vinnuhundadeildar verður haldinn í húsnæði HRFÍ Síðumúla
laugardaginn 13. mars kl 16.

Dagskrá:

1 Skýrsla stjórnar

2.Dagskrá 2010

3 Kosning í stjórn

 Óskað er eftir tveim framboðum í stjórn deildarinnar til tveggja ára. Þeir sem hafa verið félagsmenn í HRFÍ í tvö ár geta gefið kost á sér í stjórn. Kosningarétt og kjörgengi á ársfundum hafa þeir, sem eru skráðir í deildina og skuldlausir við félagið það ár sem ársfundur er haldinn, og sem tekið hafa þátt í vinnuprófum HRFÍ eða félagi viðurkenndu af HRFÍ. 

Stjórnin.

04.03.2010 23:27

Nýjar myndir

Komnar nýjar myndir af Three Amigosemoticon
í myndaalbúmiðemoticon


26.02.2010 15:14

Aðalfundur Schaferdeildarinnar

 

Verður haldinn fimmtudaginn 18.03.2010. kl 20 í húsnæði HRFÍ Síðumúla 15.

Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf


Þeir sem hafa áhuga að bjóða sig fram til stjórnarsetu vinsamlega sendið póst á [email protected]

Kveðja

Stjórnin

25.02.2010 21:22

10 dag gamlir

Nú eru krílin orðin 10 daga gömul og stækka og stækka. Skríða um allt og myndast við að reyna að labba eitt og eitt skref. Svo fara þau að opna augun bráðum.
  Söshu líður mjög vel er rosa dugleg með ungana sína. Er farin að leyfa Aragon að þrífa með sér smá, enda er hann búin að vera bíða spenntur eftir því.
Komnar nýjar myndir í myndaalbúmiðemoticon

16.02.2010 20:52

Sasha C-got 16-02-2010

Sasha búin að gjóta, það kom 2 rakkar og 1 tík.
Henni og hvolpunum líður mjög vel, rosa sprækir enda frekar stórir, tíkin var 610 gr og rakkarnir 650 gr og 670 gr.



Sasha er nú engin smá snillingur að koma með gotið í dag
16-02-2010 þar sem nú gaut líka 16-02-2008
Þannig að A-gotið á afmæli í dag og er þeir bræður 2 ára í dag Aragon og Akkiles(Zorró)
Aragon búin að vera rosa spenntur fyrir litlu krílunum sem hann fékk í afmælisgjöf í dag og á hann efir að hjálpa mömmu sinni mikið með þá.
En eins og er fær hann ekkert að koma inn en það á eftir að breytast á næstu dögum.
Hér er mynd af honum þar sem bíður efir að
fá að komast innemoticon


Komnar myndir í albúmið undir C-got
Heyrumstemoticon

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

25 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

3 mánuði

15 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

2 mánuði

11 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

eftir

7 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

3 mánuði

16 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

8 mánuði

20 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

25 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 1691
Gestir í dag: 24
Flettingar í gær: 1050
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1202633
Samtals gestir: 92230
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 15:29:00