15.08.2010 12:34Skuggi
Skrifað af KGB 14.08.2010 21:48Rökkvi og RöskvaRökkvi (Ice Tindra Captain) og Röskva (Ice Tindra Crystal) komu líka í heimsókn og þá var sko fjör í kotinu Skrifað af KGB 14.08.2010 21:40Úlfur (Ice Tindra Bart)Úlfur var í heimsókn í nokkra daga og verð ég að segja að hann er alveg hreint yndislegur Skrifað af KGB 07.08.2010 11:16Schaferdeild með sýningarþjálfunSýningarþjálfun Schäfer deildarinnar
Sýningarþjálfun fyrir Schäfer hunda verður haldin á bílaplaninu fyrir utan Reiðhöll Víðidals eftirfarandi daga:
Þriðjudaginn 17.ágúst klukkan 20:00 Þriðjudaginn 24.ágúst klukkan 20:00
Þátttökugjald er 500 krónur og rennur óskert fyrir fjáröflun fyrir deildina.
Æskilegt er að sýnendur komi með sýningartaum og dót eða nammi sem hundurinn er hrifinn af. Skrifað af KGB 06.08.2010 19:30Ganga hjá SchaferdeildTekið af schaferdeildarsíðunni http://schaferdeildin.weebly.com
04.08.2010 Ganga næstkomandi sunnudag!
Næstkomandi sunnudag 9. ágúst ætlum við að hittast við Morgunblaðshúsið og ganga á þeim frábæru gönguleiðum sem nágreni Rauðavatns hefur upp á að bjóða. Við áttum svo frábæra göngu síðast þegar við gengum við Rauðavatnið og eru margar ólíkar gönguleiðir sem hægt er að velja. Við leggjum af stað frá bílaplani Morgunblaðshússins klukkan 14.00. Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá sem flesta :) Skrifað af KGB 28.07.2010 23:06Sýningarþjálfun ágúst 2010Tekið af www.hrfi.is
Skrifað af KGB 25.07.2010 19:38Skráning á sýningu ágúst 2010Skráning á sýningu ágúst 2010Tekið af www.hrfi.is13.7.2010 11:31:50 Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 28. - 29. ágúst 2010 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík. Skráningafresti lýkur föstudaginn 30. júlí 2010 Skráning á sýninguna fer fram í gegnum öruggan vefþjón hér Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ. Skráning í afkvæma- og ræktunarhópa fer fram á sýningunni sjálfri. Þátttaka skal tilkynnt til viðkomandi hringstjóra. Keppni ungra sýnenda fer fram föstudaginn 27. ágúst. Skráning fyrir unga sýnendur er í gegnum: [email protected] Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ sem sýna skal á haustsýningunni eru beðnir að ganga frá skráningu einni viku áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna. Upplýsingar um hvaða gögn þarf til að skrá hunda í ættbók má nálgast hér. Dómarar að þessu sinni eru: Bo Skalin (Svíþjóð), Brenda Banbury (Bretland), Colm Beattie (Írland), Igor Selimovic (Króatía), Rita McCarry Beattie (Írland). Dómari ungra sýnenda verður Colm Beattie frá Írlandi. Á þessari sýningu geta hundar fengið bæði íslensk- og alþjóðleg meistarastig. Að venju er öllum deildum félagsins boðið að vera með kynningarbása þar sem kynning fer fram á starfsemi deildanna og þeim hundategundum sem þeim tilheyra. Sýningar félagsins eru kjörinn vettvangur fyrir fólk sem er að leita sér að hundi/hundategund að koma og sjá og hitta eigendur og ræktendur tegunda. Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í sýningaskrá geta nálgast upplýsingar hér. Þeir sem vilja vera með sölu- og eða kynningarbás á sýningunni sjá hér. Upplýsingar um sýningarþjálfun fyrir allar tegundir verður að finna hér. Skrifað af KGB 17.07.2010 15:06Sasha 6 ára í dag
Skrifað af KGB 16.06.2010 23:45Schaferdeild - ganga16.06.2010
Ganga næstkomandi sunnudag! Schäferdeildin stendur fyrir göngu næstkomandi sunnudag 20 júní klukkan 14.00 Við ætlum að hittast í miðbæ Reykjavíkur þannig að þetta verður góð umhverfisþjálfun fyrir hundana ásamt skemmtilegum göngutúr. Hittst verður fyrir framan Ráðhúsið og gengið hringinn í kring um Tjörnina. Með von um að sjá sem flesta! Fyrir hönd stjórnar Schäferdeildarinnar, Eva Björk Skrifað af KGB 12.06.2010 16:32Synda 11-06-2010
Skrifað af KGB 23.05.2010 14:09Minna á aðalfund Hundaræktunarfélag ÍslandsAðalfundur Hundaræktarfélags Íslands
Dagskrá: Kosningarétt og kjörgengi hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir það ár sem aðalfundur er haldinn á, fimm virkum dögum fyrir aðalfund. Skrifað af KGB 13.05.2010 16:43Schafer ganga 16 maíGanga klukkan 13:00 og sýningarþjálfun klukkan 14.30 næstkomandi sunnudag, 16. mai!
Sunnudaginn 16. mai næstkomandi ætlar Schäferdeildin að standa fyrir göngu og sýningarþjálfun.
Lagt verður af stað í gönguna klukkan 13.00 frá Morgunblaðshúsinu og gengið í nágreni Rauðavatns en þó ekki sömu leið og síðast enda bíður staðurinn upp á fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir.
Við reiknum með að klára gönguna um klukkan 14.00 og þá geta þeir sem ætla að verða áfram til þess að fara í sýningarþjálfun sest niður og borðað nesti saman eða farið og komið svo aftur.
Klukkan 14.30 ætlum við að hafa sýningarþjálfun á bílastæðinu við Morgunblaðshúsið.
Það styttist óðum í sýninguna og skiptir þar máli að vera vel æfður:)
Þar sem deildin er að safna fyrir glæsilegum kynningarbæklingi um Schäfer sem við vonumst til að verði tilbúinn fyrir næstu sýning þá kostar sýningarþjálfunin 500 krónur á hund.
Við vonumst til að sjá sem flesta og ekki gleyma að taka með kúkapoka, ólar, tauma og auðvitað góða skapið!
Við vekjum athygli á að gangan og sýningarþjálfunin eru aðskilin, allir eru velkomnir í gönguna þó svo þeir ætli ekki í sýningarþjálfunina og öfugt!
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband :)
Með bestu kveðju,
fyrir hönd stjórnar,
Anna Francesca Skrifað af KGB 09.05.2010 16:10Sporanámskeið 9 maí
Skrifað af KGB 03.05.2010 23:17Sýningaþjálfun fyrir 5-6 júni sýningu
Sunnudagurinn 30. maí kl 16:00-20:00 Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn. Hlökkum til að sjá ykkur! Skrifað af KGB 25.04.2010 21:20Nýjar ræktunarreglurSamþykkt af stjórn HRFÍ 14 apríl 2010 Til stjórnar HRFÍ Stjórn Schäferdeildarinnar óskar eftir breytingum á reglugerð um skráningu í ættbók. Breytingarnar eiga að taka gildi 1. júní 2010. Stjórnin óskar eftir að eftirfarandi breyting verði gerð: Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. (Gildir frá 01.09.2010). Samþykkt en taka í gildi 01.09.2010 og stjórn deildarinnar þarf að kynna breytingarnar vel og auglýsa á vefsíðu deilarinnar. Sérreglur fyrir schäferhunda verða þá eftirfarandi: Mjaðma- og olnbogamyndir: Undaneldisdýr skulu mynduð og niðurstaða kunn fyrir pörun. (Fyrir mjaðmamyndir gildir frá 01.11.1999 og olnbogamyndir frá 01.09. 2010). Greinist hundur með mjaðma- og/eða olnbogalos D eða E verða afkvæmi hans ekki skráð í ættbók. (Gildir frá 01.09.2010) Skrifað af KGB |
Schafer Nafn: KRISTJANAFarsími: 790-6868Tölvupóstfang: [email protected]Um: Schafer ræktun - Þýskur fjárhundurTenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is