23.10.2008 22:38

8 Mán kríli

Nú eru Aragon og Zorró orðnir 8 mán kríli eða þannig báðir orðnir stærri en mamma sín. Bara flottiremoticon   
Til hamingju með það strákaremoticon

23.10.2008 22:33

Dráttahunda námskeið /við með í því

Ekkert smá spennandi námskeið í boði, við erum að fara á þetta. Gaman að gera eitthvað nýtt með hundunum sínum. Allir sem hafa tök á því að skrá sig.emoticon

23.10.2008 22:29

Dráttarhunda námskeið

Hér er hægt að sjá allt um þetta.emoticon



Dráttarhunda námskeið á vegum Spítzhundadeildar HRFÍ


Dráttarhunda námskeið á vegum Spítzhundadeildar HRFÍ
Vegna mikillar aðsóknar verða haldin 2 námskeið dagana 22. og 23. nóvember.

Jæja þá er komið að því að starta þessu frábæra sporti hér á Klakanum!

Og því höfum við fengið til liðs við okkur 2 bestu leiðbeinedurnar hér á Íslandi, þá feðga Aron og Einar frá Hofsnesi í Öræfum.
Þeir feðgar reka ferðaþjónustuna Örævaferðir og sérhæfa sig í fjallamennsku. Aron var í læri í Ítalíu í hálft ár þar sem hann lærði allt um Sleða sportið frá A-Ö.

Á námskeiðinu verður farið í grunn undirstöðu atriði fyrir þjálfun dráttarhunda, og misjafnar greinar innan dráttarsportsins. ss. Bike-jöring, Ski-jörng, hiking með hunda, línuskauta með hunda, sleða sportið og í raun hvað sem þú vilt nota hundinn þinn í að draga.
Það er mikilvægt að fara rétt að þegar byrjað er að láta hundana taka líkamleag á.

Námskeiðsgestir fá einnig kennslu í því að gera tauma og lykkjur til að nota við sportið.

Einar fjallaleiðsögumaður verður einnig með fyrirlestur um fjallgöngur með hunda og mun kynna fyrir okkur sérstaka ferð sem verður farin næsta sumar uppá Hvannadalshnjúk sérsniðin fyrir hundafólk.
Takmarkað pláss er í ferðina og gefst námskeiðsgestum tækifæri á að kaupa pláss í ferðina á sérstöku tilboðsverði. Eða 15.000 krónur!

Eftir áramót er svo áætlað að halda sérstakan Bláfjalladag þar sem við munum halda sleðakeppni og ski-jöring. Spítzhundadeildin mun þá vera með kynnigu á sleðahundum og margt fleira skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna.

Námskeiðið kostar aðeins 5.500 krónur og mun vara allan daginn, bæði bóklegt og verklegt.
Það eina sem þarf til að taka þátt er áhuginn, við sköffum farartæki, ss sleða, skíði, hjól og scooder en fólki er frjálst að mæta með hvaða faratæki sem er.

Á námskeiðinu verða einnig kynnt ný íslensk dráttarbeisli og gefst kostur á því að láta mæla hundinn sinn og pannta eftir máli.

Nánari dagskrá og tími verða gefinn upp síðar fyrir þá sem skrá sig.

Áhugasamir skrái sig sem fyrst á [email protected]. Mikil aðsókn er á námskeiðin og þau eru alveg að fyllast, vinsamlegast skráið ykkur ef þið hafið áhuga því það er takmarkað pláss.
Takið fram hvernig hund þið eruð með og hvaða grein þið hafið mestan áhuga á.

Fyrir hönd Spítzhundadeildar HRFÍ
Kolbrún Arna

23.10.2008 22:24

Fyrirlestur á laugardaginn

Fyrirlestur Sofiu Malm um "Ræktun með tilliti til bættrar heilsu - áhersla á veikleika í liðum" verður laugardaginn 25. október n.k. á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, 2. hæð frá kl. 9:30-16:00. Fyrirlesturinn verður á ensku.  Hámarksþátttaka er 50 manns.  Þátttakendur þurfa að sjálfir að koma með nesti og drykki.  
Aðgangseyrir er kr. 1000 , greiðsla verður að fylgja skráningu.  Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða www.hrfi.is.   Síðasti skráningadagur er föstudaginn 24. október fyrir lokun skrifstofu

16.09.2008 22:00

7 mán í dag

Til hamingju Zorró og Aragon, þeir eru 7 mán í dag emoticon

11.09.2008 22:33

Myndir úr æfingaferð 5,6 og 7 ágúst 2008

Við Aragon fórum í æfingaferð í ágúst og hér er hægt að sjá myndir úr þeirri ferð. http://www.hundalif.is/?a=2000&d=Vesturfarar_i_aefingarferd_2008 eru myndirna inn á www.hundalif.is Dagbjört var svo dugleg að taka myndir.
Þetta var rosalega gaman enda flottur hópur á ferð. Lærðum alveg helling. Takk stelpur fyrir samveruna. Hlakka til næstu æfingaferðar.
Kveðja Kristjana

11.09.2008 20:28

Syningardagskrá/Sýning 27 og 28 sep 2008

Nú er komin dagskrá fyrir næstu sýningu sjá hér 
 
http://www.hrfi.is/FileLib/skjalasafn/Dagskra%20syningar%20sept%202008%20NOTA.pdf

Það eru 28 schafer hundar skráðir. Og en og aftur erum schafer kl 9

11.09.2008 17:52

MYNDIR MYNDIR


Allar dúllurnar í Stóru Laxá verslunarmannahelgi 2008

Loksins komar myndir, var að setja inn myndir í myndaalbúmið. Kemur meira seinna. Bless í bili

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

eftir

25 daga

Schaferdeildarsýning tvöföld 2025

eftir

3 mánuði

15 daga

NKU -Norðurljósasýning HRFÍ 1-2 mars 23 nóv

eftir

2 mánuði

11 daga

Ice Tindra jólaganga kl 13

eftir

7 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

3 mánuði

16 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

5 ár

8 mánuði

20 daga

DNA-test

atburður liðinn í

3 ár

8 mánuði

25 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 2107
Gestir í dag: 49
Flettingar í gær: 1050
Gestir í gær: 80
Samtals flettingar: 1203049
Samtals gestir: 92255
Tölur uppfærðar: 21.12.2024 17:41:54