22.01.2009 21:53

Nýtt sýningarþjálfun

Frá Unglingadeild.

Vegna frábærar þátttöku félaga HRFÍ á sýningarþjálfanir Unglingadeildarinnar í byrjun árs hefur Unglingadeildin ákveðið að breyta örlítið skipulaginu. Hingað til hefur skipulag sýningarþjálfunarinnar verið þannig að allir tegundarhópa eigi að mæta á sama tíma. En eins og fyrr sagði hefur þátttakan verið það góð að þjálfarar unglingadeildarinnar ná ekki að sinna hverjum og einum eins og best væri á kosið. Til þess að koma í veg fyrir að svo verði áfram verða höfum við ákveðið að skipta sýningarþjálfuninni upp, það er að segja. Ungir sýnendur verða frá 17-18, tegundarhópar 1-5 frá 18-19 og tegundarhópar 6-10 frá 19 - 20

Við vonumst til að þetta leiði til betri og skipulagðari sýningarþjálfana. Við erum afskaplega þakklátar fyrir þessa góðu mætingu og þann mikla stuðning sem félagsmenn hafa sýnt okkur, því munum við áfram reyna að gera okkar besta til að sýningarþjálfunin megi vera sem nytsamlegust. Liður í því er að fjölga tímunum og þjálfurum.

Við biðjumst jafnframt velvirðingar á þeim óþægindum sem þið kunnið að hafa orðið fyrir vegna plássleysis á sýningarþjálfunum undan farin tvö skipti.

Sýningarþjálfanir verða þá sem hér segir:

Sunnudaginn 25. janúar í Gusti:
Ungirsýnendur kl. 17-18,
tegundarhópur 1-5 og
tegundarhópur 6-10 kl: 19-20
Sunnudaginn 1. febrúar í Gusti
Ungirsýnendur kl. 17-18,
tegundarhópur 1-5 og
tegundarhópur 6-10 kl: 19-20

Sunnudaginn 8. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. febrúar: Auglýst síðar.

Jafnframt vegna góðrar mætingu verður óþarft að skrá sig á sýningarþjálfanirnar 8- 22 febrúar. Við þökkum þó þær góðu undirtektir sem við fengum, en fjöldi skráninga hefur borist.

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Dýrheima og SS sendir fulltrúa á helstu sýningar erlendis.
Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

F.h. stjórnar Unglingadeildarinnar,
Jónína Sif

16.01.2009 18:12

Aragon og Akkiles (Zorró) 11 mán í dag

Jæja nú er strákarnir 11 mán í dag. emoticon  emoticon

16.01.2009 18:09

A.T.H breyting á tímum í sýningarþjálfun

Fréttir

8.1.2009 09:09:34
Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ

Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu félagsins hefst sunnudaginn 11. Janúar. Sýningaþjálfunin fer fram í Gusti sunnudagana 11. 18. 25 og 1. Febrúar. En staðsetning seinni þrjá sunnudagana verður auglýst síðar.
 

Hinsvegar vegna aukins fjölda á sýningaþjálfunum Unglingadeildarinnar, verða síðustu þrír sunnudagarnir bundnir skráningu.Þannig mun unglingadeildin geta raðað niður hundum þannig að hæfilegur fjöldi sé í hverjum tíma og með því minnkað bið og aukið gæði þjálfunarinnar. Sama verð verður á þessum sýningaþjálfunum og hefur verið, hins vegar þarf að greiða fyrir alla þrjá tímana í fyrsta tímanum. Skráningingu lýkur Sunnudaginn 25 janúar en tekið er við skráningu á [email protected] Það sem þarf að koma fram í skráningu er Nafn og símanúmer eiganda sem og nafn og tegund hunds.

Það er von stjórnar unglingadeildarinnar að þetta mælist vel fyrir,en með þessu móti erum við að reyna að koma á móts við hinn almenna sýnanda.

Sýningarþjálfun:
Sunnudaginn 11. janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20
Sunnudaginn 18. janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20
Sunnudaginn 25. janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20
Sunnudaginn 1. febrúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 18-19, hinn almenni sýnandi kl. 19-20

Sunnudaginn 8. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. febrúar: Auglýst síðar.

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópu sýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Kær kveðja,
Jónína Sif, formaður Unglingadeildar.

16.01.2009 07:35

Got

Nú fer að líða að goti hjá Söshu á hún ca 2 vikur eftir og kemur þá í ljós hvað koma margir. Spennan eykst.
Sasha var pöruð við flotta strákinn hann Rambó.

10.01.2009 19:51

Sýningarþjálfun

Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ

Sýningaþjálfun á vegum Unglingadeildar HRFÍ fyrir vorsýningu félagsins hefst sunnudaginn 11. Janúar. Sýningaþjálfunin fer fram í Gusti sunnudagana 11. 18. 25 og 1. Febrúar. En staðsetning seinni þrjá sunnudagana verður auglýst síðar.
 

Hinsvegar vegna aukins fjölda á sýningaþjálfunum Unglingadeildarinnar, verða síðustu þrír sunnudagarnir bundnir skráningu.Þannig mun unglingadeildin geta raðað niður hundum þannig að hæfilegur fjöldi sé í hverjum tíma og með því minnkað bið og aukið gæði þjálfunarinnar. Sama verð verður á þessum sýningaþjálfunum og hefur verið, hins vegar þarf að greiða fyrir alla þrjá tímana í fyrsta tímanum. Skráningingu lýkur Sunnudaginn 25 janúar en tekið er við skráningu á [email protected] Það sem þarf að koma fram í skráningu er Nafn og símanúmer eiganda sem og nafn og tegund hunds.

Það er von stjórnar unglingadeildarinnar að þetta mælist vel fyrir,en með þessu móti erum við að reyna að koma á móts við hinn almenna sýnanda.

Sýningarþjálfun:
Sunnudaginn 11. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19
Sunnudaginn 18. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19
Sunnudaginn 25. Janúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19
Sunnudaginn 1. Febrúar í Gusti: Ungirsýnendur kl. 17-18, hinn almenni sýnandi kl. 18-19

Sunnudaginn 8. Febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 15. Febrúar: Auglýst síðar.
Sunnudaginn 22. Febrúar: Auglýst síðar.

Að venju kostar hvert skipti 500kr og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis. Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópu sýningunni. Síðan fer fjögurramanna lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum úr eldri flokk á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma. Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Kær kveðja,
Jónína Sif, formaður Unglingadeildar.

23.12.2008 00:36

Jólakveðja


Kristjana, Sasha, Akkiles (Zorró) 2 mán og Aragon 2 mán


Gleðilega jóla og farsælt komandi ár. Þökkum fyrir samveruna á árinu sem er að líða.
Hittumst hress á því næsta.
Bestu jólakveðjur Kristjana og coemoticon


15.12.2008 22:14

Leður-Sporabeisli

Búið að fá þetta flotta leður-sporabeisli á Aragon. Nú fer maður á fullt að kenna honum að spora. Búið að fara 1 sinni og gekk voða vel. Fengum þetta Leður-sporabeisli hjá honum Jóni söðlasmið í Garðabæ. Mjög vel gert hjá honum.

12.12.2008 15:41

Jólaganga Schaferdeildar 2008

Nú verður genginn smá hringur í Mosfellsbæ á sunnudaginn kl 1400. Hittumst við Áslák veitingahús rétt við KFC og síðan fáum við okkur kaffisopa þar eftirá.

25.11.2008 16:16

Dráttahundanámskeið

Nú er dráttahundanámskeiði búið og var það alveg frábært. Gott að læra undirstöðuatriðin í þessu sporti. Lærðum hvernig á að gera tauma og hvaða áhöld er hægt að nota við það. Líka hvaða skipanir á að nota, fengum að prófa Scooter (hlaupahjól) og settum Aragon við gripinn og var hann rosalega duglegur og tala ekki hana Sirrý sem hljóp með til að hjálpa Aragon.
Takk Sirrý mín þú er algjör perlaemoticon







19.11.2008 14:53

Æfingar á mánudögum

Við höfum verið á æfingum á mánudögum og er alltaf mikið fjör hjá okkur. Set inn 1 mynd frá einni æfingu.emoticon

07.11.2008 18:38

Scahafer deildin

Schafer deildin ætlar að vera með göngu kl 10 á morgun. Hittast við Áslák í Mosó.



23.10.2008 22:38

8 Mán kríli

Nú eru Aragon og Zorró orðnir 8 mán kríli eða þannig báðir orðnir stærri en mamma sín. Bara flottiremoticon   
Til hamingju með það strákaremoticon

23.10.2008 22:33

Dráttahunda námskeið /við með í því

Ekkert smá spennandi námskeið í boði, við erum að fara á þetta. Gaman að gera eitthvað nýtt með hundunum sínum. Allir sem hafa tök á því að skrá sig.emoticon

23.10.2008 22:29

Dráttarhunda námskeið

Hér er hægt að sjá allt um þetta.emoticon



Dráttarhunda námskeið á vegum Spítzhundadeildar HRFÍ


Dráttarhunda námskeið á vegum Spítzhundadeildar HRFÍ
Vegna mikillar aðsóknar verða haldin 2 námskeið dagana 22. og 23. nóvember.

Jæja þá er komið að því að starta þessu frábæra sporti hér á Klakanum!

Og því höfum við fengið til liðs við okkur 2 bestu leiðbeinedurnar hér á Íslandi, þá feðga Aron og Einar frá Hofsnesi í Öræfum.
Þeir feðgar reka ferðaþjónustuna Örævaferðir og sérhæfa sig í fjallamennsku. Aron var í læri í Ítalíu í hálft ár þar sem hann lærði allt um Sleða sportið frá A-Ö.

Á námskeiðinu verður farið í grunn undirstöðu atriði fyrir þjálfun dráttarhunda, og misjafnar greinar innan dráttarsportsins. ss. Bike-jöring, Ski-jörng, hiking með hunda, línuskauta með hunda, sleða sportið og í raun hvað sem þú vilt nota hundinn þinn í að draga.
Það er mikilvægt að fara rétt að þegar byrjað er að láta hundana taka líkamleag á.

Námskeiðsgestir fá einnig kennslu í því að gera tauma og lykkjur til að nota við sportið.

Einar fjallaleiðsögumaður verður einnig með fyrirlestur um fjallgöngur með hunda og mun kynna fyrir okkur sérstaka ferð sem verður farin næsta sumar uppá Hvannadalshnjúk sérsniðin fyrir hundafólk.
Takmarkað pláss er í ferðina og gefst námskeiðsgestum tækifæri á að kaupa pláss í ferðina á sérstöku tilboðsverði. Eða 15.000 krónur!

Eftir áramót er svo áætlað að halda sérstakan Bláfjalladag þar sem við munum halda sleðakeppni og ski-jöring. Spítzhundadeildin mun þá vera með kynnigu á sleðahundum og margt fleira skemmtilegt í boði fyrir alla fjölskylduna.

Námskeiðið kostar aðeins 5.500 krónur og mun vara allan daginn, bæði bóklegt og verklegt.
Það eina sem þarf til að taka þátt er áhuginn, við sköffum farartæki, ss sleða, skíði, hjól og scooder en fólki er frjálst að mæta með hvaða faratæki sem er.

Á námskeiðinu verða einnig kynnt ný íslensk dráttarbeisli og gefst kostur á því að láta mæla hundinn sinn og pannta eftir máli.

Nánari dagskrá og tími verða gefinn upp síðar fyrir þá sem skrá sig.

Áhugasamir skrái sig sem fyrst á [email protected]. Mikil aðsókn er á námskeiðin og þau eru alveg að fyllast, vinsamlegast skráið ykkur ef þið hafið áhuga því það er takmarkað pláss.
Takið fram hvernig hund þið eruð með og hvaða grein þið hafið mestan áhuga á.

Fyrir hönd Spítzhundadeildar HRFÍ
Kolbrún Arna

23.10.2008 22:24

Fyrirlestur á laugardaginn

Fyrirlestur Sofiu Malm um "Ræktun með tilliti til bættrar heilsu - áhersla á veikleika í liðum" verður laugardaginn 25. október n.k. á skrifstofu HRFÍ, Síðumúla 15, 2. hæð frá kl. 9:30-16:00. Fyrirlesturinn verður á ensku.  Hámarksþátttaka er 50 manns.  Þátttakendur þurfa að sjálfir að koma með nesti og drykki.  
Aðgangseyrir er kr. 1000 , greiðsla verður að fylgja skráningu.  Skráning fer fram á skrifstofu HRFÍ eða www.hrfi.is.   Síðasti skráningadagur er föstudaginn 24. október fyrir lokun skrifstofu

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 21

atburður liðinn í

3 daga

NKU og Alþjóðlegsýning HRFÍ 16 og 17 ágúst

eftir

3 mánuði

20 daga

NKU -Alþjóðlegsýning HRFÍ 21- 22 júní

eftir

1 mánuð

25 daga

Ice Tindra ganga kl 15

atburður liðinn í

5 daga

Orivet heilsutest

atburður liðinn í

1 ár

7 mánuði

21 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

6 ár

25 daga

DNA-test

atburður liðinn í

4 ár

30 daga

Tenglar

Eldra efni

Flettingar í dag: 1583
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 885
Gestir í gær: 42
Samtals flettingar: 1471659
Samtals gestir: 101472
Tölur uppfærðar: 26.4.2025 18:37:49