18.07.2009 09:58

Vegna sýningu 22 og 23 ágúst


Tekið af
http://schaferdeildin.blogg.is/

Hittingur 2 í Víðidalnum

Næsta mánudag ætlum við að hittast aftur í Víðidalnum kl. 19:30 á sama stað og síðast, þá mættu 7 hundar og höfðu gaman af. Þeir sem mættu voru svo ánægðir með þennan hitting að þeir ætla allir að mæta aftur næst. Vonandi sjá fleiri sér fært að mæta því þetta er mjög góð umhverfisþjálfun fyrir hundana.

17.07.2009 09:52

Sasha 5 ára í dag

Sasha mín 5 ára í dag emoticon
hún er svo flott og fín.
  Sasha og Aragon

14.07.2009 12:15

Vegna Afmælissýningu HRFÍTekið af
http://schaferdeildin.blogg.is/


Hittingur í Víðidalnum

Mánudaginn 13 júlí n.k. (á morgun) Klukkan 19:30 ætlum við að hittast á hringvellinum fyrir neðan Reiðhöllina í Víðidal. Það er svæðið sem HRFÍ heldur Afmælissýninguna. Arna og Eva úr stjórninni sjá um skipulagningu á staðnum eftir stemninguni í hópnum sem mætir. Allt kemur til greina, sýningaþjálfun, hlýðni, gönguferð ofl. Þessi hittingu verður svo alltaf á mánudagskvöldum fram að sýningu þann 22 -23 ágúst.

05.07.2009 23:15

Úlfur 5 mán

Bað og blástur Úlfur

Fengum þennann flotta strák Ice Tindra Bart- Úlf í heimsókn í dag og fjölskyldu hans.emoticon
Fór í bað og blástur og var ekkert smá góður, rosalega stiltur þurfti næstum því ekkert að halda honum. Fannst bara gott að láta dúlla við sig, en var mjög spenntur að komast í vatnsleik með þeim Mikael, Aragon og Jóhönnu. Mikið fjör hjá þeim. Aragon var nú ekkert smá ánægður með þennann leik.
Sjá myndaalbúmemoticon

Takk fyrir daginn
Kveðja Kristjana og co
emoticon

02.07.2009 11:09

5 Mánaða í dag

Nú eru krílin orðin 5 mánaða í dag, þau stækk og stækkaemoticon  Eigið góðan dag
emoticon 

Frá vinstri
Ice Tindra Bentley, Bart, Bravo, Blues og Baron

01.07.2009 21:40

Bað, blástur og æfing 27-06-09

Ice Tindra Baron (Skuggi), Ice Tindra Bravo og Ice Tindra Blues (Hera) komu í bað og blástur fyrir sýninguna og var svo tekin æfing emoticon  Hér kemur mynd frá æfingunni.emoticon
 Það var rosalega gaman að vera með þessi skott. Og hlakka ég til næstu sýningu að fá að vera með þeim.
Fleiri myndir í myndaalbúminu.emoticon
Kveðja Kristjana emoticon

29.06.2009 15:29

Sýning 28 júní 2009

4-6 mán hvolpa flokki.

Á sýninguna fóru 3 hvolpar frá okkur sem voru í 4-6 mán hvolpa flokki, eru foreldrar Sasha og Rambó. 

Ice Tindra Baron, Ice Tindra Bravo og Ice Tindra Blues gekk þeim alveg frábærlega og fengu þau öll Heiðursverðlaun og mjög góða dóma. 
Ice Tindra Baron lenti í 1 sæti og Ice Tindra Bravo lenti í 2 sæti.
Ice Tindra Baron varð besti hvolpur tegundinar á móti systir sinni Ice Tindra Blues. 

Ice Tindra Baron var svo 2 besti hvolpur sýningar BIS í 4-6 mán
.

Óskum við eigendum innilega til hamingju og takk fyrir helgina. Það verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni.
Bara frábært. 
Kveðja Kristjana

14.05.2009 22:20

Bravo í kennslu

Fengum Ice Tindra Bravo í heimsókn um daginn. Það var rosalega gaman og gott að knúsa hann. Sasha var sko ekki lengi að kenna honum að grafa, hún var ekkert smá stolt af stráknum sínum. Og af myndunum að sjá er hann sko efnilegur grafari.

Bravo grafari

02.05.2009 10:18

3 Mán

Nú eru hvolparnir 3 mánaða. Allir mjög duglegir á nýju heimilunum, stækka og stækka.

Ice Tindra Bentley, Bart, Bravo, Blues og Baron

Bless í biliemoticon

20.04.2009 22:54

Nýjar Myndir

Bara láta ykkur vita að það eru komnar nýjar myndir, já og ekkert smá flottaremoticon  Fórum á ljósmyndastofuna hjá Rut, www.rut.is oooo hún er svo æðisleg hún Rutemoticon . Rosalega flottar myndir hjá henni. Blogga meira seinna, talvan búin að vera í hakkiemoticon en vonandi er búið að laga hana núna. Bless í biliemoticon kv. Kristjana

02.04.2009 20:24

Schafer hvolpar 8 vikna

Nú eru krílin orðin 8 vikna og ekkert smá mikið fjör á heimilinu. Allir ornir duglegir að fara út í garð og gera stykkin sín þar.
Fórum með hópinn í myndatöku í siðustu viku til hennar Rutar ljósmyndara
www.rut.is hún er alveg frábær, ekkert stress þó þeir voru að pissa út um allt og skoða. Þetta var ekkert smá gaman, hlakka mikið til að sjá myndirnaremoticon . Sirrý mín takk fyrir hjálpina, þvílíkt stuð. Svo var haldið með hópinn í bólusetningu og örmerkingu. Þannig að það er gott að það sé búið, allir voða duglegir heyrðist varla í þeim þó það væri verið að stinga þáemoticon .  Svo fóru þeir allir í hvolpapróf og var gaman að sjá þá í þessum æfingum,allir komu þeir vel út.
Nú er komið að afhendingu á hvolpunum, þó það verður söknuður þegar þeir fara, en þeir eru allir að fara á svo frábær heimili að það verður gaman að fylgjast með þeim vaxa og dafna.  Baron farin og gengur bara vel með hann, enda komin á gott heimili þar sem hann verður dekraður út og suðuremoticon , svo fer Bart á morgun hann er líka að fara á gott heimili þar sem hann verður dekraður út í eittemoticon.
Bless í biliemoticon

02.04.2009 09:34

Nýjar myndir

Loksins er komnar nýjar myndiremoticon

13.03.2009 13:29

Schafer hvolpar ca 5 vikna

Komnar fleiri myndir af þessum dúllum, eru ornir svo flottir og duglegir.
Allir komnir með jaxla og alles enda bíta svolítið fastemoticon, tennurnar ekkert smá beittar. Aragon rosaduglegur að hjálpa mömmu sinni að sinna þeim, þrífa og leika við þáemoticon Vill helst vera hjá þeim og hvolparnir sækjast líka mikið í hann. Búin að setja inn nýjar myndir, en eru þær með rangri dagsettninguemoticon  gleymdist að breyta þegar það var búið að hlaða rafhlöðuna. Þessar myndir eru teknar á milli 5 mars til 12 mars 2009.  Þar sjáið þið þegar þeir fengu að fara út í fyrsta skiptiemoticon

Aragon með hópinnemoticon


Bless í biliemoticon

02.03.2009 18:00

Schafer hvolpar mánaðar gamlir

Nú er krúttin orðin mánaðar gömul, þetta er ekkert smá fljótt að líða. Og manni langar að stöðva tímann til að geta haft þau lengur en það líður að því að þau fari til nýrra eiganda sem bíða spennt eftir þeim. Ekki mun væsa um þau á þeim heimilum, er rosalega ánægð með hvolpakaupandana sem ég hef fengiðemoticon Enn Baron, Blues, Bravo, Bart og Bentley stækka og stækka eru farin að fá að borða 4 x á dag rosa dugleg og öll um og yfir 3 kg. Sjáið hvað þau eru orðin stór miða við mömmu sínaemoticon


Þeir eru komnir inn í stofu og hafa það fínnt þar, enda gotkassinn orðin of lítill fyrir þessa ærslabelgi oooo það er svo gaman að hofra á þá leika séremoticon Sasha er farin að minnka að gefa þeim að drekka því þeir eru komnir með tennur upp og niðri og ekkert smá beittaremoticon  Þannig að hún þarf alveg að taka á honum stóra sínum og leggjast til að leyfa þeim að fá sopa, hún er sko búin að vera dugleg að hugsa um þá, algjör perlaemoticon  Jæja bless í biliemoticon

23.02.2009 18:00

Schafer hvolpar 3 vikna

Nú eru hvolparnir ornir 3 vikna og það er sko verið að flýta sér að stækka, komnir með tennur og farnir að narta í hvor annann og svo heyrist í þeim eins og ljónsungum. Svo flottiremoticon  og gaman að fylgjast með hvað það er búið að vera mikil breyting á nokkrum dögum. Hún Blues gerði sér lítið fyrir og klifraði upp úr gotkassanum emoticon þannig að við urðum að setja efraborði á gotkassanum fyrir svo skottið kæmist ekki upp úr. Þarna er sko orkubolti á ferðemoticon 
Ice Tindra Blues að skoða sig um eftir að hafa klifrað upp úr gotkassanum.


Nýjar myndir í myndaalbúminu. Bless í biliemoticon

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 15

atburður liðinn í

19 daga

HRFÍ sýning tvöföld 10 og 11 júní 2023

eftir

1 dag

Schaferdeildar sýning 26.ágúst

eftir

2 mánuði

17 daga

DNA-test

atburður liðinn í

2 ár

2 mánuði

13 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

4 ár

2 mánuði

8 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 20

atburður liðinn í

1 mánuð

Tenglar

Flettingar í dag: 210
Gestir í dag: 18
Flettingar í gær: 649
Gestir í gær: 78
Samtals flettingar: 468382
Samtals gestir: 28850
Tölur uppfærðar: 9.6.2023 04:08:07