15.10.2010 11:27

Ganga 17 okt 2010

Ganga næstkomandi sunnudag

Ganga verður haldin næstkomandi sunnudag 17. október klukkan 15:00. 
Hist verður við Áslák í Mosfellsbæ og gengið þaðan fallega gönguleið inn í Dal.

Við vonumst til að sem flestir sjái sér fært um að mæta!
Munið endilega eftir kúkapokum:)

05.10.2010 08:29

Dómara á næstu sýningu

Tekið af www.hrfi.is

Alþjóðleg hundasýning í reiðhöllinni Víðidal

Reykjavík 20.-21. nóvember 2010
Skráningarfrestur rennur út föstudaginn 22. október
Dómarar: Andrew H. Brace (Bretland), Birgitta Svarstad (Svíþjóð), Hans Rosenberg (Svíþjóð), Rui Alberto Oliveira (Portúgal), Rodi Hübenthal (Noregur), Wera Hübenthal (Noregur).

04.10.2010 21:41

Skapgerðarmat 03-10-2010Þeir bræður Bravo og Aragon

Ice Tindra Aragon og Ice Tindra Bravo fóru í skapgerðarmat 3-10-2010 og stóðust þeir það með glæsibrag
emoticon
Matsmaður Sigríður Bílddal

01.10.2010 11:18

Hundasýning 20-21 nóv 2010

Tekið af www.hrfi.is

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands

20. - 21. nóvember 2010

Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 20. - 21. nóvember 2010 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík. Skráningafresti lýkur á miðnætti föstudaginn 22. október 2010.

Skráning á sýninguna fer fram í gegnum öruggan vefþjón hér eða á skrifstofu félagsins.
Að auki er hægt að senda skráningu með pósti eða faxi.
Skráningar sem berast með tölvupósti (að undanskildum ungum sýnendum) eða í gegnum síma eru ekki teknar gildar.
Greiða þarf fyrir sýninguna með greiðslukorti eða koma við á skrifstofu félagsins, ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.

Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.

27.09.2010 11:16

Vinnupróf breytt

Ath

Vinnupróf sem eftir eru af árinu. Ath.breytta dagssetningu fyrir Spor 1 próf.

-6.október Bronz hlýðni.
-23.október Spor 1 og Spor 2.
-6.nóvember Bronz hlýðni.

Við viljum minna fólk á að skráningarfrestur í prófin rennur út tveim vikum áður en próf er haldið.

Kv.stjórnin.

17.09.2010 19:57

Diesel 10 vikna

Gengur rosalega vel með Diesel.
Hún er nánast orðin húshrein og er mjög dugleg að borðaemoticon
Aragon og Sasha fóru strax í mömmu hlutverkið leika við hana, siða hana til 
og þrífa hana alla hátt og lágtemoticon 

Nokkrar nýjar myndir af Diesel.


emoticon emoticon

01.09.2010 22:39

Kolgríma Diesel Hólm 9 vikna

Nú er hún Kolgríma Diesel Hólm komin til okkaremoticon og ætlum við að halda Diesel nafninu. Ótrúlega dugleg og flott. Æðislegt að fá hana í hópinn okkar. Reyndi að taka nokkrar myndir af skvísunni en hún var bara ekki kyrr nema þessi eina mynd, reyni betur á morgunemoticon


27.08.2010 10:52

Ljósmyndastofumyndir 2010 C-got

Nú eru komnar myndir af C-gotinu frá Ljósmyndastofun Rutar www.rut.is yndisleg konaemoticon  svo gott að fara með dýrin sín þangað. 
Þúsund þakkir fyrir frábærar myndir. 

 
C-got
Ice Tindra Cruiser, Ice Tindra Crystal og Ice Tindra Captain
emoticon emoticon emoticon

15.08.2010 12:34

Skuggi


Fékk senda mynd af honum Skugga
(Ice Tindra Baron) sem býr í Noregi með eigendum sínum og var hann fljótur að aðlagst öllu þarna í Noregi.


emoticon
 

Flottur strákur
emoticon 

14.08.2010 21:48

Rökkvi og Röskva

Rökkvi (Ice Tindra Captain) og Röskva (Ice Tindra Crystal) komu líka í heimsókn og þá var sko fjör í kotinuemoticon
Var alveg frábært að fylgjast með þeim.
Bæði rosalega dugleg og alveg yndisleg.
Myndir af þeim segja meira en mörg orð.
emoticon emoticon
Takk takk fyrir að fá að hafa þau.
emoticon 

 
14.08.2010 21:40

Úlfur (Ice Tindra Bart)

Úlfur var í heimsókn í nokkra daga og verð ég að segja að hann er alveg hreint yndislegur emoticon  Svo blíður og góður, mynnir mig mjög mikið á mömmu sína.
Búin að setja inn myndir þar sem hann er leika við mömmu sína(Söshu), pabba sinn (Rambó) og stóra bróðir Aragon.
 emoticon
Takk Hulda og Jói að fá að hafa hann og kynnast honum.

07.08.2010 11:16

Schaferdeild með sýningarþjálfun


emoticon 
Sýningarþjálfun Schäfer deildarinnar
Sýningarþjálfun fyrir Schäfer hunda verður haldin á bílaplaninu fyrir utan Reiðhöll Víðidals eftirfarandi daga:
 
Þriðjudaginn 10.ágúst klukkan 20:00
Þriðjudaginn 17.ágúst klukkan 20:00
Þriðjudaginn 24.ágúst klukkan 20:00
 
Þátttökugjald er 500 krónur og rennur óskert fyrir fjáröflun fyrir deildina.
 
Æskilegt er að sýnendur komi með sýningartaum og dót eða nammi sem hundurinn er hrifinn af.


06.08.2010 19:30

Ganga hjá Schaferdeild

Tekið af schaferdeildarsíðunni  http://schaferdeildin.weebly.com

04.08.2010
Ganga næstkomandi sunnudag!

Næstkomandi sunnudag 9. ágúst ætlum við að hittast við Morgunblaðshúsið og ganga á þeim frábæru gönguleiðum sem nágreni Rauðavatns hefur upp á að bjóða.

Við áttum svo frábæra göngu síðast þegar við gengum við Rauðavatnið og eru margar ólíkar gönguleiðir sem hægt er að velja.

Við leggjum af stað frá bílaplani Morgunblaðshússins klukkan 14.00.

Allir velkomnir og við hlökkum til að sjá sem flesta :)
 

28.07.2010 23:06

Sýningarþjálfun ágúst 2010

Tekið af www.hrfi.is

Sýningarþjálfun


Upplýsingar um allar sýningarþjálfanir er að finna hér að neðan

Sýningarþjálfun Unglingadeildar hefst næstkomandi mánudag í Reiðhöll Fáks í
Víðidal!

Mánudagurinn 26. júlí  kl. 18:00-20:00
18:00-19:00 Ungir sýnendur
19:00-20:00 Almennir sýnendur

ATH. Ekki verður sýningarþjálfun á frídag verslunnarmanna!

Mánudagurinn 9. ágúst  kl. 18:00-20:00
18:00-19:00 Ungir sýnendur
19:00-20:00 Almennir sýnendur

Mánudagurinn 16. ágúst  kl. 18:00-22:00
18:00-19:00 Ungir sýnendur
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
20:00-21:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
21:00-22:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10

Mánudagurinn 23. ágúst  kl. 18:00-22:00
18:00-19:00 Ungir sýnendur
19:00-20:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 1,2,4,6
20:00-21:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 3,5,9
21:00-22:00 Almennir sýnendur, tegundahópar 7,8,10

Að venju kostar hvert skipti kr. 500.-og rennur sá peningur óskiptur til þess að styrkja keppendur Unglingadeildarinnar erlendis. En Unglingadeildin með dyggri aðstoð HRFÍ, Pedigree og Royal Canin senda fulltrúa á helstu sýningar erlendis.

Sá ungi sýnandi sem er stigahæstur eftir árið í eldri flokk keppir á Crufts. Annar stigahæsti ungi sýnandinn í eldri flokk keppir á Heimssýningunni og þriðji stigahæsti ungisýnandinn keppir á Evrópusýningunni. Síðan fer lið skipað fjórum stigahæstu ungu sýnendunum á Norðurlandakeppni ungra sýnenda.

Athugið að mikilvægt er að mætt sé á réttum tíma á æfingarnar svo þær geti byrjað á tilsettum tíma.

Einnig er mikilvægt að fólki taki með sér kúkapoka, sýningartaum og nammi eða dót fyrir hundinn.

Hlökkum til að sjá ykkur!


Smáhundadeild er með sýningaþjálfun  í reiðhöll Andvara á Kjóavöllum, í Garðabæ sem hér segir:

Fimmtudaginn 5. ágúst kl. 19.15
Fimmtudaginn  12. ágúst kl. 19.15
Fimmtudaginn 19. ágúst kl. 19.15 *
Fimmtudaginn 26. ágúst kl. 19.15 *

Hver kennslustund er klukkutími og til að leiðsögn verði sem persónulegust og fjölbreyttust, fara þátttakendur milli leiðbeinanda, sem hver og einn leiðbeinir um ólíka þætti sem skipta máli.

Þátttökugjald er 500 krónur og getur hver sýnandi eingöngu komið með einn hund í hvert skipti.

Æskilegt er að sýnendur komi með sýningataum og dót eða nammi sem hundurinn er hrifinn af.

*Tíminn hefst á stuttu erindi (15 mínútur) um skipulag sýninga, klæðaburð, sýningatauma, einkunnir og annað sem viðkemur sýningum.

Verklegur tími verður kl. 19.30 - 20.30 og í lok tímans gefst þátttakendum þá kostur á að spyrja leiðbeinendur um hvaðeina sem viðkemur hundasýningum og undirbúningi þeirra.

Smáhundadeild er með sýningaþjálfun í Keflavík, í Hvalvík 2 (hvítt geymsluhúsnæði) sem hér segir:

Miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20
Miðvikudaginn 25. ágúst kl. 20.

25.07.2010 19:38

Skráning á sýningu ágúst 2010

Skráning á sýningu ágúst 2010

Tekið af  www.hrfi.is


13.7.2010 11:31:50
Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands


Alþjóðleg hundasýning Hundaræktarfélags Íslands fer fram helgina 28. - 29. ágúst 2010 í Reiðhöll Fáks í Víðidal í Reykjavík. Skráningafresti lýkur föstudaginn 30. júlí 2010

Skráning á sýninguna fer fram í gegnum öruggan vefþjón hér
Að auki er hægt að senda skráningu með pósti eða faxi.
Skráningar sem berast með tölvupósti (að undanskildum ungum sýnendum) eða í gegnum síma eru ekki teknar gildar.
Greiða þarf fyrir sýninguna með greiðslukorti eða koma við á skrifstofu félagsins, ekki er tekið við greiðslu í gegnum heimabanka.

Þátttökurétt hafa hundar sem eru með ættbók frá HRFÍ.

Skráning í afkvæma- og ræktunarhópa fer fram á sýningunni sjálfri. Þátttaka skal tilkynnt til viðkomandi hringstjóra.

Keppni ungra sýnenda fer fram föstudaginn 27. ágúst.

Skráning fyrir unga sýnendur er í gegnum: [email protected]
Senda þarf:
Nafn þátttkanda:
Kennitölu:
Heimilisfang:
Símanúmer:
Netfang:
Greiðslukortanúmer verður að fylgja skráningu.
Mjög mikilvægt er að í "Subject" sé skráð: Ungir sýnendur - skráning á ágústsýningu.

Þeir sem þurfa að skrá got og/eða innflutta hunda í ættbók HRFÍ sem sýna skal á haustsýningunni eru beðnir að ganga frá skráningu einni viku áður en skráningafresti lýkur til að tryggja að hundur komist á sýninguna.

Upplýsingar um hvaða gögn þarf til að skrá hunda í ættbók má nálgast hér.

Dómarar að þessu sinni eru: Bo Skalin (Svíþjóð), Brenda Banbury (Bretland), Colm Beattie (Írland), Igor Selimovic (Króatía), Rita McCarry Beattie (Írland). Dómari ungra sýnenda verður Colm Beattie frá Írlandi.

Á þessari sýningu geta hundar fengið bæði íslensk- og alþjóðleg meistarastig.

Að venju er öllum deildum félagsins boðið að vera með kynningarbása þar sem kynning fer fram á starfsemi deildanna og þeim hundategundum sem þeim tilheyra.

Sýningar félagsins eru kjörinn vettvangur fyrir fólk sem er að leita sér að hundi/hundategund að koma og sjá og hitta eigendur og ræktendur tegunda.

Þeir sem hafa áhuga á að auglýsa í sýningaskrá geta nálgast upplýsingar hér.

Þeir sem vilja vera með sölu- og eða kynningarbás á sýningunni sjá hér.

Upplýsingar um sýningarþjálfun fyrir allar tegundir verður að finna hér.

Schafer

Nafn:

KRISTJANA

Farsími:

790-6868

Um:

Schafer ræktun - Þýskur fjárhundur

Sýningar- Þjálfun kl 19

atburður liðinn í

23 daga

HRFÍ Alþjóðleg sýning 7.okt 2023

eftir

8 daga

HRFÍ Winter Wonderland sýning-NKU

eftir

1 mánuð

27 daga

DNA-test

atburður liðinn í

2 ár

6 mánuði

2 daga

Belcando hundafóður

atburður liðinn í

4 ár

5 mánuði

28 daga

Ice Tindra Bæjarrölt kl 14

atburður liðinn í

12 daga

Tenglar

Flettingar í dag: 702
Gestir í dag: 218
Flettingar í gær: 488
Gestir í gær: 153
Samtals flettingar: 552795
Samtals gestir: 41237
Tölur uppfærðar: 29.9.2023 19:16:29